Úrval - 01.06.1976, Side 101
MILLIJARÐAR OG MARS
klipping er ákaflega frumleg: Topp-
ótt við gagnaugun og hárahalar
lafandi niður að aftan.
„Hvernig fórstu að þessu?”
„Sáraeinfalt. Maður rennir fingr-
unum inn í hárið klippir allt sem
stendur út úr greipunum.”
Ég get varla varist brosi, þegar ég
horfi á hann. En kannski er þetta
ekki svo vitlaus aðferð.
Á morgnana liggja Bóris og Her-
man venjulega yfir útreikningum, en
ég sýsla I gróðurhúsinu við að sá og
grisja. Þetta lítur ekki út fyrir að vera
mikil bakraun. Það sem maður gerir
venjulega á slíkum stað er að fleygja
niður fræi, róta yfir það og láta þar
við sitja. En í okkar aðstöðu var þetta
snöggtum flóknara. Fyrst verður
maður að undirbúa „jarðveginn. ”
Svo þarf að skoða og hreinsa fræið,
vigta það og dreifa því jafnt. Síðan
sáldra yfír það. Hérna eru 24 beð, svo
þetta er töluvert starf.
Herman hætti að raka sig — ákvað
að safna skeggi í ferðalokin.
Eg fínn, að tímaskini mfnu hefur
farið aftur. Efvið hefðum ekki dagatal,
gæti ég enga grein gert mér fyrir því,
hve langur tími er liðinn síðan okkur
var „skotið á loft.”
Niðurinn í rörakerfunum truflar
okkur ekki, við erum orðnir vanir
honum. Þvert á móti. Þegar slökkt er
á kæliviftunum til að sótthreinsa
þær, leggst þögnin óþægilega á
okkur.
Ég bauðst til að hjálpa Hermani
með útreikningana, en hann afþakk-
99
aði. ,,Hvers vegna viltu það ekki?”
spurði ég undrandi.
,,Ég vil ekki linast upp,” svaraði
hann.
Mér varð hugsað ul þess, að mistök
í vali fyrirliða geimáhafnar gætu haft
alvarlegar afleiðingar. Hann yrði
stöðugt að berjast við að halda uppi
aga, og stundum hlyti það að koma
niður á starfinu. En við vorum
heppnir, við áttum góðan foringja.
Við ráðum fram úr öllum meiri háttar
vanda með því að láta meirihlutann
ráða. Minni háttar vanda verður sá,
sem er á vakt hverju sinni, að ráða
fram úr.
FYRIR „LENDINGU”
Ég stend við lokaðar dyrnar, sem
bráðum munu opnast. Gegnum rifu
á tjöldunum að utan sé ég ofan á
plastdúkinn á gólfinu, þar sem við
stigum sporin okkar hingað inn fyrir
næstum ári. Tilfinningarnar eru
beggja blands: Fögnuður blandaður
söknuði. Fögnuðurinn er vegna þess,
að ,,ferð” okkar var erfíð en mikils-
verð fyrir þá, sem fljúga munu í
alvöru. Söknuðurinn er vegna þess,
að þegar svona skip kemur úr
geimferð, verða það aðrir, sem opna
dyrnar.
Herman hefur rakað af sér skegg-
ið. Það er erfiðisauki að hafa skegg
við okkar aðstæður.
Þegar við förum úr „geimfarinu”
okkar, koma aðrir þrír menn um borð
og verða í einn mánuð. Dvöl manna í
lokuðum smáklefa leiðir til þess, að