Úrval - 01.06.1976, Síða 105
103
cÚf' Ijpimi lækna visiqdanqa
NÝR „EÐLILEGUR”
GERFIOLNBOGI.
Nýr olnbogi, sem verkar eins og sá
náttúrulegi, hefur gefíð sjúklingum
yfir 90% hreyfimöguleika handleggs-
ins, þar sem fyrir var lítil eða engin
hreyfigeta.
Nýji olnboginn er úr Polyerhylene
og málmi og hefur í hvívetna gefið
einkar góða raun, segja skurðlæknar
við aðal kennslumiðstöð læknaskól-
ans í Harvard. Hann var settur í 24
konur og 4 karla, sem þjáðust af
liðagigt er hafði gersamlega eyðilagt
hinn eðlileg olnboga. Nú hefur verið
fylgst með þessum sjúklingum vel á
annað ár. Flestir þeirra hafa getað
tekið upp sín daglegu störf, og sumar
kvennanna hafa á ný hafið störf sem
einkaritarar og vélritunardömur, og
þjáningin, sem fylgir liðagigt, hvarf
sem dögg fyrir sólu.
Hið merkasta við þennan nýja
gerfilið er það, að hann leikur á kúlu
eins og eðlilegur olnbogi, en er
hvergi á hjörum. Og hvað er það þá,
sem haldur liðnum saman? Líffærin,
sem fyrir eru í handleggnum, vöðvar,
taugar og sinar, aðeins hefur verið
skipt urn kúluna og sæti hennar.
Medical Tribune.
SAMKVÆMISRAUS.
Þeir sem hafa haft á tilfinning-
unni, að fólki þætti þeir leiðinlegir í
kokkteilboðum hafa líklega rétt fyrir
sér. Rannsókn sem gerð var við
Kaliforníuháskóla leiddi í ljós, að
þegar fólk hefur látið ofan í sig tvo til
þrjá sjússa talar það meira en lætur
sér færra um hvað aðrir eru að segja.
Meða áfengisnotkun vex sjálfs-
ánægja fólksins og það hefur til-
hneygingu til að grípa fram í fyrir
öðrum, segja þeir, sem að þessari
tilraun stóðu. Einnig getur komið til
frekari brota á almennum siðareglum
og umgengnisvenjum, vegna þess að
fólk tekur minna tillit til annarra.
í þessari tilraun tóku þátt 18 pör, á
aldrinum 21—30 ára. Hver þátt-
takanda fékk tvo kokkteila með
sterku piparmintubragði, en í sum-
um glasanna var skvetta af 80%
vodka, í öðrum var ekkert áfengi.
Þátttakendurnir fengu ekki að vita og
gátu ekki vitað í hvaða glösum var
áfengi, en framítökur og dvínandi
eftirtekt á orðum og athöfnum
annarra var áberandi fylgifiskur
vodkadrykkjunnar.
Chicago Tribune.