Úrval - 01.06.1976, Page 108
106 ÚRVAL
,,Fortíðin breytist aldrei, hugsaði hann.
,,Maður yfirgefur hana og heldur ú fund
nútíðarinnar, en fortíðin er samt enn lifandi og
bíðurþess, að maður snúi aftur.
LEIÐIN TIL
TINKHAMTOWN
— Corey Ford —
etta var löng leið, en
hann vissi, hvert hann
var að fara. Hann ætlaði
að þræða veginn í gegn-
um skóginn, yfir hæðar-
brúnina og niður að Iæknum. Svo
ætlaði hann yfir hrörlegu trébrúna,
og hinum megin var staðurinn, sem
nefndist Tinkhamtown.
Hann gekk hægt í fyrstu og hálfdró
fæturna á eftir sér. Hann hafði ekki
gengið í næstum heilt á, og lærin
voru hálfvisnuð af þessari löngu
rúmlegu. Towle læknir hafði sagt. að
hann mundi aldrei stíga í fæturna
framar, en svona var hann Towle
læknir nú, ekkert annað en svartsýnin!
En hann átti alls ekki svo erfitt með
að ganga, eftir að hann var kominn
vel af stað.
*****
*
*
Þ