Úrval - 01.06.1976, Page 109
LEIÐIN TIL l'INKHAMTOIVN
107
Það var erfitt að þræða gamla
veginn, sem var alþakinn gróðri og
visnuðu laufi. Hann lokaði þvi
augunum, svo að hann gæti séð
þetur. Hann gat alltaf séð veginn
fyrir sér, þegar hann lokaði augun-
um. Jú, hérna var bjórasríflan hægra
megin, alveg eins og hann minntist
hennar. Og þarna var flæðiengið, þar
sem hann hafði þrætt sig varlega
áfram frá einu tré til annars, meðan
hundurinn hans, hann Shad göslaði
áhyggjulaus á undan honum. Á
einum stað hafði hann fengið vatnið
upp í vaðsrígvélin. Og það bar ekki á
öðru en að sama gerðist núna, því að
allt í einu fylltist vinstra srígvélið af
vatni. Þetta var sama notalega
kenndin. Það var allt í sömu skorðum
og það hafði verið þetta síðdegi fyrir
tíu árum. Hérna lá gamalt tré yfir
veginn, tréð, sem hann hafði orðið að
klöngrast yfír. Og þarna uppi á
hólnum stóð þyrping af villtum
eplatrjám, þar sem akurhæna hafði
skyndilega hafið sig til flugs, þegar
þeir fóru fram hjá. Shad hafði viljað
þjóta á eftir henni, en hann hafði
kallað hann til sín með blístri. Þeir
voru að leita að Tinkhamtown.
Hann hafði rekist á þetta nafn á
landabréfi í bæjarbókasafninu. Áður