Úrval - 01.06.1976, Blaðsíða 115
113
Vísindamaður snýr aftur heim frá Himalaja-
fjöllunum sannfœrður um, að þessi þjóðsagnar-
vera er í rauninni til.
Á SLÖÐ
SNJÖMANNSINS
HRÆÐILEGA
— Edvard W. Cronin, jr. —
N*y\T/\r/\v \V
✓.\ /j\ >K *K
vk
*
*
*
A
hvcrju ári berast sögur
um ,,yeti” t stríðum
straumum frá Himalaja-
fjöllunum, svo að líkja
má við skriðuföll.
,,Yeti” er betur þekktur undir
titilinum ,,Snjómaðurinn hræði-
legi”, risavaxinn mannapi, sem sagð-
ur er reika um snæbreiður Himalaja-
fjalla. Frásagnir þeirra, sem segjast
hafa séð hann með eigin augum,
ljósmyndir og gifsmót af sporum
hans hlaðast upp, svo að úr öllu þessu
verður einn hrærigrautur upplýsinga
af ólíku tagi.
Hvers vegna ríkir svona geysilegur
áhugi á því, hvort snjómaðurinn
hræðilegi er í rauninni til eða ekki?
Ahuginn er að nokkru leyti sprottinn
af þeirri dulúð og þeirri óvissu, sem
tengdar eru skepnu þessari. Á þeirri
öld, þegar vtsindin hafa með stvax-
andi hæfni sinni leyst margar ráðgát-
ur ltfsins, fyritfinnist þó ráðgáta, sem
er ekki svo auðvelt að finna svar við. í
augum margra er snjómaðurinn
hræðilegi tákn um stein, sem hægt er
að grýta vísindin með. ,,Stór mann-
api lifir á okkar þéttsetnu reiki-
stjörnu, án þess að við getum fundið