Úrval - 01.06.1976, Page 117
Á SL ÖÐ SNJÖMA NNSINS HRÆDILEGA 115
Greinarhöfundur rannsakar fótsþor ,,snjómannsins” hjá tjaldbúÖum
leiðangursins.
kynna, að lítt hefði blásið eða
bráðnað úr sporunum. Ljósmyndirn-
•ar, sem mennirnir tóku, eru óvenju-
lega skýrar og greinilegar. Þær sýna
fót, sem er 33 sm á lengd og 12,7 sm
á breidd, og er hællinn næstum eins
breiður og breiðasti hluti iljarinnar
að framan. Ekki sjást merki um
greinilegan boga undir ilinni. Stóra
táin er mjög stór, og er önnur táin
lengst og tiltölulega grönn, en hinar
tærnar þrjár eru stuttar og þykkar.
„Yeti” virðist ganga á tveim fremur
en fjórum fótum.
FELUSTAÐIR.
Sérhver lífvera, sem lifir núna,
hlýtur að eiga sér forfeður, og það er
hugsanlegt, að forfeður „yeti” sé að
finna meðal apategunda þeirra, sem
steingerðar Ieifar hafa fundist af.
Stærð og lögun einnar slíkrar apateg-
undar, sem hlotið hefur heitið
„gigantopithecus”, gera það að
verkum, að sú tegund er álitin vera
líklegur forfaðir „yeti”, því að hún
líkist mjög mikið lýsingum þeim,
sem sjónarvottar hafa gefíð af
„yeti”. Leifar „gigantopithecus”