Úrval - 01.06.1976, Page 121
119
Á SLÖÐ SNJÖMANNSINS HRÆDILEGA
tveim fótum, eða kannske gamla
tegund, tegund, sem var manninum
eitt sinn kunn og hann keppti við í
lífsbaráttunni, tegund, sem neyddist
síðan til þess að leita hælis í hinum
afskekktu Himalajafjöllum.
,,Yeti” er mér undursamleg ráð-
gáta, en samt yrði ég mjög dapur, ef
hann næðist. Okkurmundi áskotnast
enn önnur eign í viðbót við hinar,
tötralegur sýningargripur í stein-
steypuveröld dýragarðsins, annað
latneskt nafn til þess að færa í vís-
indaskrár okkar. En hvað um hið
villta dýr, sem reikar nú frjálst um í
skógum Himalajafjalla? I hvert sinn
sem maðurinn sýnir og sannprófar
vald sitt yfir náttúrunni, öðlast hann
nýja þekkingu, en glatar hluta af sálu
sinni.
★
Bifreiðaeigendur
Verzlun vor býður mjög fjölbreytt
úrval af bílaútvörpum og stereo
segulböndum. Einnjg er fyrirliggjandi^
úrval af fylgihlutum: festingum,
loftnetum og hátölurum. Einholti 2 Reykjavík Simi 23220
Verkstæði okkar sér um ísetningar á
tækjunum, svo og alla þjónustu.