Goðasteinn - 01.12.1964, Side 22
á braut, en Rómverjar komu aftur nokkru seinna, og á fyrstu
öld e. Kr. gerði Claudíus keisari England að rómversku skatt-
landi. Eftir að yfirráðum Rómverja lauk, flæddu Jótar, Englar og
Saxar handan yfir Norðursjóinn inn í England og lögðu það
brátt undir sig. Laust fyrir aldamótin 800 hófust svo árásir
norrænna manna, og náðu danskir og norskir víkingar völdum
víða í landinu og hélzt svo um langt skeið. Einna voldugast
þessara víkingaríkja var Danalög í Norður-Englandi. Árið 1013
reyndu Englendingar að þröngva kostum víkinga í landi sínu,
en Sveinn tjúguskegg konungur í Danmörk stefndi þá flota
sínum vestur um haf og lagði allt England undir sig. Sveinn
andaðist árið eftir, og sonur hans, Knútur ríki, lauk verki hans
og stjórnaði miklu stórveldi, því að auk Danmerkur og Eng-
lands náði hann völdum í Noregi, eftir að Ólafur helgi Har-
aldsson hafði verið hrakinn frá völdum og síðar felldur í orrust-
unni á Stiklastöðum árið 1030. Knútur ríki var hygginn stjórn-
málamaður og tók sér fyrir drottningu Emmu ekkju Aðalráðs
konungs ráðlausa, er Sveinn hafði hrakið frá völdum. En Emma
var systir Róberts hertoga í Normandie föður Vilhjálms bastarðs.
Knútur ríki andaðist 1035 og synir hans, Haraldur og Hörða-
Knútur, ríktu eftir hann. Voru þeir áhrifalitlir stjórnendur og
urðu skammlífir. Þegar Hörða-Knútur, sá þeirra er lengur lifði,
dó 1042, kusu Englendingar til konungs Játvarð góða, son Emmu
og Aðalráðs ráðlausa. Þar með var hið gamla engil-saxneska
konungdæmi endurreist.
Játvarður góði átti fyrir drottningu Gyðu dóttur Guðna jarls,
er voldugastur var "aðalsmanna í Englandi. Konungur var guð-
hræddur og heiðarlegur, en áhrifalítill stjórnandi. Réð því jarl
mestu í landinu, þar til hann féll frá 1052, og varð þá helzti
ráðamaður Haraldur sonur hans. Haraldur jarl Guðnason var
í mildu dálæti hjá mági sínum konungi, sem var barnlaus. Játvarð-
ur góði ríkti í Englandi í 24 ár og andaðist í janúar 1066, án
þess að láta eftir sig lögmætan erfingja. Var nú úr vöndu að
ráða, því að Vilhjálmur hertogi í Normandie fór ekki í laun-
kofa með, að hann gerði tilkall til ríkis í Englandi eftir frænda
sinn, Játvarð. Englendingar vildu fyrir engan mun gerast þegnar
20
Goðasteinn