Goðasteinn - 01.12.1964, Page 55

Goðasteinn - 01.12.1964, Page 55
dranga. Tókst sigling þangað farsællega, en þrjú dægur urðu skipverjar að bíða þar, eftir því að sjó lægði, svo hægt væri að halda til Eyja. Var smjörið í stokknum eina vist þeirra þann tíma. Á árunum 1895-98 fer mjög að draga úr því, að landsmenn hafi verzlunarviðskipti við Vestmannaeyjar. Þá kemur verzlun í Vík í Mýrdal og verzlun Zöllners á Stokkseyri. Skiptust viðskiptin að miklu leyti á þessa tvo staði hjá þeim, sem áður höfðu verzlað við Eyjar, og jafnframt við Eyrarbakka, sumir við Guðmund á Háeyri og Einar borgara, en langflestir fara með ull sína til Lefoliiverzlunar. Stóð það svo í nokkur ár. Var þá vcrzlunin miklu hagkvæmari, en meðan eingöngu var verzlað við Vest- mannaeyjar. Á þessum árum (1886-88) voru tveir menn undir Eyjafjöllum með smáverzlun, þeir Jón Sveinbjörnsson í Vestur- holtum og Jón Sighvatsson í Efriholtum. Fengu þeir smáslumpa af vörum frá Vestmannaeyjuni. Er þetta fyrsta tilraun til sveita- verzlunar hér. Verzlun þeirra nafna varð þó ekki langæ. Einar Jónsson hreppstjóri á Yzta-Skála var nokkur ár með smáverzlun, en hún féll einnig niður. Lá öll kaupmannaverzlun í sveitinni niðri nokkurn tíma, þar til Auðunn bóndi Ingvarsson í Dalseii setur á stofn verzlun, en það mun hafa verið um eða eftir 1900. Starfar verzlun hans enn. Nokkru eftir síðustu aldamót mynda bændur í Árnes- og Rangárvallasýslu verzlunarfélagið Ingólf á Stokkseyri. Og nokkru seinna er stofnað félagið Hekla á Eyrarbakka, sem starf- aði samtímis Ingólfi. Gengu nokkrir bændur undir Eyjafjöllum í þau. Árið 1919 hafði Sigurður bóndi Ólafsson á Núpi keypt sér borgarabréf og búið sig að öðru leyti undir það að setja á stofn verzlun á eigin spýtur en hætti við það áform sitt og tók að sér afgrciðslu á vörum Kaupfélags Eyfellinga, en það var stofnað það ár. Fyrstu hvatamenn og stofnendur þess voru þeir sr. Jakob Ó. Lárusson í Holti, Sigurður Ólafsson á Núpi og Sigurður bóndi Vigfússon á Brúnum. Höfðu þeir á hendi alla forstöðu félagsins og framkvæmdir. Vörurnar voru keyptar frá SlS í Reykjavík og fluttar þaðan 5J Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.