Goðasteinn - 01.12.1964, Page 72

Goðasteinn - 01.12.1964, Page 72
hann þess, að ég léti buddurnar í buxnavasa mína. Ég gerði svo, spretti buxunum síðan frá mér og hnýtti svikalausum þáttum um vasana, ofan við buddurnar. Var Hermann ánægður með þennan útbúnað. Landferðin gekk öllum að óskum. Hittumst við Hermann brátt heima í Dalseli og tókum upp vinnu saman. Gott var með hon- um að starfa, hjá honum fór saman víkingsdugnaður og snarleiki að sama skapi. Hermann vék nokkrum sinnum að því við mig um sumarið í trúnaði, að hann væri bráðfeigur. Stoðaði ekki, þótt ég vildi á móti mæla. Fullum fetum sagði hann, að fyrir sér lægi að farast í vatni. Hann var ráðinn hjá Magnúsi í Sjólyst fyrir næstu vertíð og bjóst við bana sínum, áður en hún væri á enda. Einu verki átti Hermann ólokið, að gera arfleiðsluskrá. Kvaðst hann vilja ganga frá henni, áður en hann færi af fastalandinu. Ekki veit ég, hvernig Hermann ætlaði að ráðstafa fé sínu, en áreiðanlega hefði ungur sonur Brynjólfs í Vatnahjáleigu, Guðni að nafni, borið þar drúgan feng úr býtum. Hann bar nafn Guð- nýjar, sem verið hafði bústýra Hermanns, og lét Hermann hann njóta nafns. Ekki mun Hermann hafa látið feigðarvissu sína uppi við aðra en mig. Ég var fastráðinn í að fara frá Dalseli næsta vor og sagði Hermanni það. Hann lét það gott heita, því aðrir vegir lægju fyrir sér. Árnaði hann mér góðs í öllum áformum. -o- Hermann átti annað heimili sitt í Miðeyjarhólmi, hinum megin við Dalselsálinn, var þar að hálfu, sem kallað var. Febrúar 1907 gekk í garð. Hermann var þá á dvöl í Miðeyjar- hólmi. Mánudaginn 4. febrúar kom hann utan úr Landeyjum. Var þá skafbylur með lcólgu. Hermann komst með herkjum yfir Álana, sem voru krapabólgnir. Um kvöldið fór hann að Dalseli að sækja sér nærföt til skiptanna. Hann stóð stutt við og fór óhikað út í kófið, sem þá var af útsuðri, dimmt og biturt. Leiðin milli Dalsels og Miðcyjarhólms er stutt, með nokkurri torfæru, þar sem állinn var, en engum datt ótti í hug, er Hermann hvarf út úr dyrunum. 70 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.