Goðasteinn - 01.12.1964, Síða 72

Goðasteinn - 01.12.1964, Síða 72
hann þess, að ég léti buddurnar í buxnavasa mína. Ég gerði svo, spretti buxunum síðan frá mér og hnýtti svikalausum þáttum um vasana, ofan við buddurnar. Var Hermann ánægður með þennan útbúnað. Landferðin gekk öllum að óskum. Hittumst við Hermann brátt heima í Dalseli og tókum upp vinnu saman. Gott var með hon- um að starfa, hjá honum fór saman víkingsdugnaður og snarleiki að sama skapi. Hermann vék nokkrum sinnum að því við mig um sumarið í trúnaði, að hann væri bráðfeigur. Stoðaði ekki, þótt ég vildi á móti mæla. Fullum fetum sagði hann, að fyrir sér lægi að farast í vatni. Hann var ráðinn hjá Magnúsi í Sjólyst fyrir næstu vertíð og bjóst við bana sínum, áður en hún væri á enda. Einu verki átti Hermann ólokið, að gera arfleiðsluskrá. Kvaðst hann vilja ganga frá henni, áður en hann færi af fastalandinu. Ekki veit ég, hvernig Hermann ætlaði að ráðstafa fé sínu, en áreiðanlega hefði ungur sonur Brynjólfs í Vatnahjáleigu, Guðni að nafni, borið þar drúgan feng úr býtum. Hann bar nafn Guð- nýjar, sem verið hafði bústýra Hermanns, og lét Hermann hann njóta nafns. Ekki mun Hermann hafa látið feigðarvissu sína uppi við aðra en mig. Ég var fastráðinn í að fara frá Dalseli næsta vor og sagði Hermanni það. Hann lét það gott heita, því aðrir vegir lægju fyrir sér. Árnaði hann mér góðs í öllum áformum. -o- Hermann átti annað heimili sitt í Miðeyjarhólmi, hinum megin við Dalselsálinn, var þar að hálfu, sem kallað var. Febrúar 1907 gekk í garð. Hermann var þá á dvöl í Miðeyjar- hólmi. Mánudaginn 4. febrúar kom hann utan úr Landeyjum. Var þá skafbylur með lcólgu. Hermann komst með herkjum yfir Álana, sem voru krapabólgnir. Um kvöldið fór hann að Dalseli að sækja sér nærföt til skiptanna. Hann stóð stutt við og fór óhikað út í kófið, sem þá var af útsuðri, dimmt og biturt. Leiðin milli Dalsels og Miðcyjarhólms er stutt, með nokkurri torfæru, þar sem állinn var, en engum datt ótti í hug, er Hermann hvarf út úr dyrunum. 70 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.