Goðasteinn - 01.09.1968, Page 36

Goðasteinn - 01.09.1968, Page 36
vestan, en austan Mýrdalsjökuls og Álftaversafréttar. Hún renn- ur í þröngu gljúfri meðfram Hrífunesheiðinni, þar til hún kemut a móts við Hrífunes, en þar breiðir hún nokkuð úr sér, þann stutta spöl, sem hún á nú ófarinn austur í Kúðafljót. En eftir það, að hún kemur úr gljúfrinu, rennur hún eftir stórgrýttum aurum, oftast í fáum, djúpum og flugströngum álum, illum yfir- ferðar og vandförnum, jafnvel slyngustu vatnamönnum. Hólmsá var hinn tilfinnanlegasti farartálmi, meðan hún var óbrúuð, en á hana var byggð brú árið 1907, og var það sama árið og brúað var Eldvatnið hjá Ásum, og oft hefur mér fundizt, að aldrei hafi Skaftfellingar fengið meiri samgöngubætur á einu ári en þessar, enda þótt oft hafi þar verið vel að unnið. Yfir báðar þessar ár hef ég farið á hestum, að vísu ekki oft, en tel þær hiklaust þær verstu, sem ég hef riðið. Ekki vegna þess, að þær séu svo vatns- mikijar, heldur hitt, hvað þær eru grýttar í botninn og straum* þungar. Fjórða stærsta vatnsfallið, sem fellur í Kúðafljót, er Skálm. Hún kemur úr Mýrdalsjökli og rennur austur í fljót fyrir norðan Skálmarbæ. Rennsli Skálmar er mjög misjafnt. Þegar kalt er í veðri og úrkomulaust, liggur hún niðri í aur og var ekki talin verulegur farartálmi. En fljót er hún að vaxa, hvort sem um er að ræða rigningu eða hlýja sumardaga, þegar sól skín á jök- ulinn. Hins vegar gat hún orðið furðu leið yfirferðar, eftir að hún kom á móts við Skálmarbæ, aðallega vegna sandbleytu. Skálmin flytur með sér ógrynni af jökulleir og sandi, enda setti hún nokkuð sérstæðan svip á vestasta hluta Kúðafljóts, eins og síðar verður að vikið. Um virkjanir hefur verið rætt á þessu vatnasvæði. Víða i Skaftá, t. d. hjá Uxatindum. Einnig kemur til álita að stífla bæði Hólmsá og Skaftá og ná þeim til Tungufljóts og stífla það við Fosstungur og hafa neðanjarðarvirkjun með framrennsli um einn km neðan Ljótastaða. Komið hefur og til greina að ræna Skaftá Langasjávarvatni og taka það til Tungnaár og Þjórsár. Slys er ekki hægt að segja að hafi verið tíð í Kúðafljóti. Þó hafa þar drukknað 6 menn, síðan um aldamót. Tveir við sil- ungsveiði, einn við selveiði og tveir af hestum á auðu og einn 34 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.