Goðasteinn - 01.09.1968, Side 72

Goðasteinn - 01.09.1968, Side 72
reynsla er það í nútímanum að standa þar við hlóðasteínana og líta upp í sótuga rótina, sem sauðaföll margra kynslóða hafa hangið í. Hérna var aldrei svelta í búi. Já, merkileg reynsla fyrir mig, sem þó hafði séð eld loga í hlóðum fyrir eina tíð, hvað þá fyrir ungu frúna utan úr heimi, sem hér gat lifað inn í kjör íslenzku sveita- konunnar, sem verndaði eldinn og lífið og færði okkur fram á þennan dag. Hann Bergur Kristófersson á Keldunúpi var svo góður að leyfa mér að velja að vild úr gömlu kláfunum og hripunum, sem til voru í búi hans: kýrkláfur, tveggja hesta hrip, tuttugu lamba hrip. Einar Pálsson á Hörgslandi gaf Bergi lambahripið í búið og sagðist á- byrgjast að það tæki fóður tuttugu lamba í mál. Góðar heimildir um gjafalag. Á einn kláfinn voru markaðir bókstafir, MK. Líka merk heimild. Þetta var í viðlögum ullarkiáfur, gcymdi um sinn ull af kindum heimasætunnar, Margrétar Kristófersdóttur, frá rún- ing og fram að kauptíð. Þannig leiða þessir gömlu búshlutir í ljós þekkingu á daglegum háttum heimilis og sveitar. Það er drjúgur krókur að fara um Meðallandið í heimferð, en það að eiga í vændum að hitta Eyjólf á Hnausum vinnur töfina vel upp. Hann kann skil á fleiru en strönduðum skipum, hann Eyjólfur. Ætli það sé ofsagt, að hann viti meira um líf og hætti gömlu Meðal- lendinganna en nokkur annar nútímamaður? Hvenær skyldi hann fá tóm til að stinga niður penna svo um munar? Líklega aldrei. Leiðinlegt að mega ekki vera að því að koma við hjá Svein- björgu á Syðri-Fljótum. Þangað er þó ekki langur krókur. Ég man enn, hvað kjötsúpan hennar Steinunnar systur hennar var góð hérna um árið og hvað hún Sveinbjörg gladdi hjarta mitt með fórn, sem gerði safn mitt auðugra og betra. Blessuð veri hún fyrir það. Margt eftirsóknarvert er að sjá og heyra á Hnausum. Húsfreyjan, Sigurlín Sigurðardóttir frænka mín, hafði munað til mín. Það sýndi hún í gamla, trégirta strokknum hans Stefáns á Hnausum, sem hún dró fram í dagsljósið, og stönguðu beizlistaumunum hans Eyjólfs í Botnum. Og úr því ég minnist á beizlistauma, er ekki úr vegi að geta þess, að Eyjólfur kenndi mér að bregða blöðkukóng, sem er með sama verklagi og starkóngurinn, sem prýddi oft gömlu beizlistaumana. 70 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.