Goðasteinn - 01.09.1968, Síða 85

Goðasteinn - 01.09.1968, Síða 85
allgott. Ég skildi eina kú eftir í Arabæ, þegar ég fór en tók með mér 4 kýr að Brekkum og 20 kindur veturgamlar og 13 hross. Sláttu- vélina seldi ég líka, því ég hafði ekki not fyrir hana á Brekkum, þar var ekkert af véltæku landi. Kristrún tcngdamóðir mín fór með tveimur dætrum sínum til Reykjavíkur. Þar keyptu þær hús og bjuggu í félagi í því við góða afkomu. Litla Kristrún mín fór með okkur að Brekkum og var hún þá fimm ára gömul. Einnig fór með okkur unglingspiltur, sem komið var fyrir hjá mér. Var hann frá Stokkseyri, átti fáa að og var á hreppsframfæri. Ég tók lítið með honum, enda farinn að vinna ýmislegt. Nú fór að koma að því að ég færi að færa mig að Brekkum, og var það dálítið erfitt, vegna þess hvað vegasambandið var langt og leiðin krókótt. Ekki var kominn akfær vegur frá Arabæ til Stokkseyrar, en ég varð að fara þá leið, síðan að Selfossi og það- an austur yfir Flóann. Hefur það verið um 70 km aðra leiðina og lítið hægt að láta á vagnana, enda fór ótrúlega langur tími í þetta. Það er öðruvísi að færa sig úr stað á þessum árum. Það var kominn fyrsti maí og að nálgast sá tími, sem ég þurfti að fara að færa mig austur yfir Þjórsá. Varð ég að byrja á kon- unni, vegna þess að það var von á, að hún fæddi barn og fengi að vera á Berustöðum fram yfir þann tíma hjá forcldrum mínum. Ég fór því upp að Ncsi, en þar var flutt yfir ána. Ég fékk lánaðan bát, og fórum við yfir ána að Sandhólaferju. Fékk ég þar hesta og fór með Margréti að Berustöðum um kvöldið, síðan til baka og því næst til Reykjavíkur til að ná í vörur fyrir búið á Brekkum. Frá Reykjavík fór ég til baka og austur aftur, og þegar ég kom að Lögbergi, hringdi ég að Meiri-Tungu til að fá fréttir af Margréti. Var mér þá sagt, að það liði vel og að fæddur væri drengur. Þetta var 7. maí. Voru þau mæðgin á Berustöðum, þangað til búið var að skíra drenginn, og var hann látinn heita Sigurður. Næstu ferð að Brekkum fór ég frá Árbæ 16. maí og færði þá áburð á hestum fram að Þjórsárbrú. Þaðan gat ég flutt á vögnum austur Holtaveg- inn, en að vísu var vegurinn ekki fær vögnum vegna holklaka og forarbleytu. í þessari ferð fór ég með öll hrossin, 13 að tölu. Næst var að sækja kýrnar. Gerði ég það í byrjun júní. Var það mjög seinlegt og fór mikill tími í það. Goðasteinn 83
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.