Goðasteinn - 01.09.1968, Side 27

Goðasteinn - 01.09.1968, Side 27
auðsjáanlega gamall gígur, ög Goðasteinn ásamt fimm öðrum tindum eru mishæðir á brúnum þessa gígs. Vitað er um tvö gos í Eyjafjallajökli frá því að sögur hófust. Hið fyrra var 1612, og er fátt um það kunnugt. Hið síðara hófst 1821 og olli það miklum skemmdum með öskufalii og vatnagangi á gróðurlandi Eyjafjalla og Fljótshlíðar. En það gos kom ekki úr gígnum mikla efst á jöklinum, heldur úr gjá eða sprungu norðaustan í honum. Hæsti tindur Eyjafjallajökuls er hnúkur sá, er næstur rís fyrir norðan og austan Goðastein. Gengum við einnig þangað upp og skírðum hnjúkinn Snæserk, því að ekki er sæmandi, að 1666 metra hár fjallstindur sé nafnlaus. Kletturinn sunnan á hájöklinum er ýmist nefndur Goðasteinn eða Guðnasteinn manna á meðal undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. Sama máli mun gegna um annan klett norðan í jöklinum sem í Fljótshlíð gengur undir sömu nöfnum sitt á hvað. Ekki er gott að segja, hvað þessum ruglingi valdi. Anna á Seljavöllum sagði okkur, að klettadrangur á fjallshrygg í Raufarfellsheiði héti Guðnanípa. Er ekki ósenniiegt, að þessi tvö örnefni, Goðasteinn og Guðnanípa hafi eitthvað ruglazt saman og af því stafi þessi tvískinnungur í nafni hins fagra kletts, þar sem Runólfur goði í Dal fól guðamyndir sínar eftir kristni- tökuna árið 1000, samkvæmt þjóðsögunni. Við dvöldumst um klukkustund efst á jöklinum, snæddum nesti, tókum myndir og gerðum margvíslegar athuganir. Síðan fórum við að hugsa til heimferðar. Niður héldum við beinni leið og nokkru austar en áður. Brátt komum við aftur að jökul- röndinni og gengum á snjóhengjum yfir beljandi kvíslar Laugar- ár. Jökullinn var sigraður og ævintýrið á enda. Anna á Seljavöll- um hressti göngumenn með góðum kaffisopa, er niður kom. Bif- reiðin bar okkur síðasta spölinn. Á heimlciðinni varð mér litið til jökulsins hátt uppi í blárri víðáttu kvöldhiminsins. Hann sýnd- ist að vísu fjarlægur, en þó miklu nær en áður. -o- Fyrsta skráða heimildin um ferð á Eyjafjallajökul mun vera í dagbók Sveins Pálssonar læknis og náttúrufræðings, en hann gekk á jökulinn 16. ágúst árið 1793. Brot úr ferðasögu hans hljóðar á Goðasteinn 25

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.