Goðasteinn - 01.09.1968, Blaðsíða 17

Goðasteinn - 01.09.1968, Blaðsíða 17
Högni í farsælu hjónabandi í 45 ár og eignuðust 17 börn, 8 sonu, sem allir urðu prestar og 9 dætur. Aðeins ein dóttir þeirra lézt í æsku, en 16 börn þeirra náðu fullorðins aldri. Svo herma gamlar sagnir, að sr. Högni hafi eitt sinn sótt prestastefnu á alþingi ásamt sonum sínum átta, hempuklæddum. Hefur þetta hlotið að vera sumarið 1760, því að yngsti sonur hans vígðist í ágúst 1759, en hinn næstelzti dó í janúar 1761. Einnig segir Finnur biskup Jónsson frá því, að á eftir sr. Högna og átta prestvígðum sonum hans, öllum hempuklæddum, er gengu til kirkju á Breiðabólsstað sumarið 1760, hafi komið móðirin með jafnmargar dætur. Sr. Högni missti konu sfna 1762, og upp frá því vann hann engin prestsverk, enda þá orðinn lesblindur. En það sama ár lét hann endurbyggja kirkjuna á Breiðabólsstað frá grunni og mun sú kirkja hafa staðið í 77 ár eða þar til sr. Tómas Sæmundsson lét byggja nýja kirkju árið 1839. Um sr. Högna er mikinn fróðleik að finna í ritgerð dr. Jóns biskups Helgasonar um Högnaætt, sem prentuð er framan við ævisögu sr. Tómasar Sæmundssonar eftir hann. Sr. Högni dó árið 1770, en sjö árum áð- ur hafði hann afhent bæði stað og kirkju sr. Stefáni syni sínum, sem hafði verið aðstoðarprestur hans allt frá 1748, er hann enn var á Stafafelli. Sr. Stefán hélt Breiðabólsstað með mikilli sæmd til 1792. Hann fær mjög lofsamlegan vitnisburð í vísitasíuskýrslum Hannesar biskups Finnssonar fyrir mannkosti og kennimannshæfileika, og Páll amtsskrifari Pálsson segir hann hafa verið fyrirmynd að öllum prestlegum dyggðum. Hann var og búmaður góður og fékk tvívegis verðlaun frá landbúnaðarfélagi Dana. Eftir hann kemur sr. Þórhalli Magnússon, og er hann sagður hafa fengið Breiðabólsstað í verðlaunaskyni fyrir mikinn dugnað, er hann hafði sýnt í því að flytja bæ og kirkju í Villingaholti undan sandágangi. Hann var 1797 dæmdur frá embætti fvrir ótilhlýði- legt hátterni, en dæmt prestakallið aftur árið eftir. Hann þótti heldur lítill búhöldur, en fær góðan vitnisburð hjá Geir biskupi Vídalín. Þá kemur árið 1818 að Breiðabólsstað sr. Torfi Jónsson prests í Hruna, Finnssonar biskups. Hann var prófastur í Rangárþingi Goðasteinn 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.