Goðasteinn - 01.09.1968, Side 31
jökulmörkin eru stórir garðar af aur og grjóti, sem jökullinn
hefur þokað undan sér og hlaðið upp. Þessir gerðar eru í hringj-
um utan um jökultungurnar þær, sem lengst ná niður, og þegar
tungurnar minnka, verða garðarnir eftir, en nýir hlaðast upp.
Undir þann garðinn, sem næstur er jöklinum, gengur jökulbrún-
in eins og plógur og lyftir honum upp á sig. Hún er ekki hvít,
heldur blá, helblá, og ætíð leirug, en glerhörð. Langt upp á jökul-
inn liggur sandurinn og grjótið, en fer jafnan minnkandi, unz
jökullinn verður hreinn.
Þegar við gengum á jökulinn, þræddum við sandhryggina eftir
megni. Á milli þeirra er jökullinn blár og háll af vatnsrennsli,
með djúpum vatnsræsum, en sandurinn hlífir honum við sólbráð,
og verða hryggir undir honum. Þessir hryggir eru þó varasamir
og illir yfirferðar. Þegar þeir fóru að minnka, lögðum við á
hreinar. jökul.
Sólin bræðir jafnan nokkuð af snjónum á yfirborði jökulsins,
einkum neðan til, og rennur vatnið í lækjum ofan jökulinn. Þess-
ir lækir grafa sér gjótu niður í gegnum bláan jökul og falla þar
niður. Þessar gjótur voru það viðsjálasta, sem fyrir okkur
varð. Vatnið er búið að gera barmana afsleppa, svo að það hall-
ar ofan í þær frá öllum hliðum. Og ef maður missir fótanna,
á hann á hættu að renna ofan í þessa köldu katla og hverfa þar
fyrir fullt og allt, því enginn veit, hve djúpir þeir eru.
Við vorum illa búnir til jökulgöngu; þó höfðum við brodd-
stafi og band á milli okkar, en okkur vantaði mannbrodda mest
af öllu. Jökullinn er æði brattur neðan til, blautur af sólbráð og
háll eins og gler. Við fórum þá af skónum og fikruðum okkur
áfram á sokkunum, því að þeir voru stamari. Það var kalt,svo
að gekk til hjarta. Jökullinn, sem við gengum á, var líkastur bláu
gleri, sem brætt er saman úr hálfgagnsæjum, hvítleitum köggl-
um, en glært á milli.
Þegar við komum lengra upp á jökulinn, fór að koma hvít,
snörp skel af snjó ofan á bláa ísnum. Þar höfðu sólargeislarnir
unnið minna á. Þá bundum við á okkur skóna aftur. Eftir það
skilaði okkur vel áfram. Brattinn varð minni, og héldum við eftir
dæld milli tveggja jökulhryggja, sem lágu upp og ofan. Fyrst
Gjðasteinn
29