Goðasteinn - 01.09.1968, Blaðsíða 90

Goðasteinn - 01.09.1968, Blaðsíða 90
ólu hana upp sem sitt barn. Hún var hjá þeim fram á tvítugsaldur. Giftist hún Magnúsi Guðmundssyni í Mykjunesi og búa þau þar. Var hún hjá mér veturinn eftir að Margrét dó og fram á vorið, en þá tók ég ráðskonu, Guðbjörgu Magnúsdóttur. Var hún hjá mér til vorsins 1941, en þá hætti ég að búa. Ég hugsaði mér, að þá gæti ég látið strákana læra eitthvað fyrir lífið. Ég mundi vel eftir því, að ég fékk ekki að fara til að læra, þegar ég var ungur, og hugsaði mér, að nú yrði ég að lifa fyrir börnin. Ég var heilsugóður, og mér bauðst yfirleitt meiri vinna en ég gat afkastað, og ef svo yrði áfram mundi ég bjargast. Auðvitað yrði ég að koma börnunum fyrir á þá staði, sem ég yrði ánægður með og þeim liði vel. Mér buðust staðir fyrir þau; þar á meðal var það Valgerður Runólfsdóttir á Syðri-Rauðalæk, frænka þeirra, sem sagði mér, að ég kæmi bara með þau öll til sín. Þetta var rausnarlega boðið, en þau áttu að njóta skyldleikans. Ég tók þessu boði og fór með hópinn að Rauða- læk. Þau eldri voru orðin það gömul, að þau voru farin að geta unnið ýmislegt. Sigurður var orðinn 17 ára, Margrét 14, Bjarnhéð- inn 13 ára og Pálmar 7 ára. Nú var ég að yfirgefa Brekkurnar og bjóst við að fara nú að rifja upp gamla fiakkið. Það var búið að byggja Brckkur, og tók þær Þórður Bogason frá Varmadal. Keypti hann af mér flest af því, sem ég þurfti að selja. Ég hafði ekki neitt uppboð á dóti mínu og losnaði við það með hægu móti. Líka var búið að gera upp búið og taka frá arfshluta barnanna. Þegar þetta var búið, átti ég bara eftir uppáhaldshestinn og nokkrar kindur. Líka var búið að taka út jörðina og lét ég það gott heita, en það er víst ekki eins- dæmi, að sýnist sitt hverjum. Nú var næst hjá mér að fara austur að Skaftafelli í Öræfum "og smíða þar timburhús. Það var eftir beiðni Ingigerðar systur minnar, sem bjó þá á Skaftafclli með manni sínum, Oddi Magnús- syni. Það var um miðjan maí, að ég fór að búa mig af stað í Ör- æfin og vonaðist eftir að komast í bíl að Kirkjubæjarklaustri. Komst ég í hann á tilsettum tíma. Með mér var frændi minn, Þorsteinn Vilhjálmsson, sem ég fékk með mér. Fannst mér vissara að hafa mann með mér, þótt ég væri búinn að fá loforð fyrir því, að þar 88 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.