Goðasteinn - 01.09.1968, Blaðsíða 40

Goðasteinn - 01.09.1968, Blaðsíða 40
ur vatnamaður, sem gjörþekkir eðli þeirra og háttu, hefur mögu- leika á að verjast þeim. Ef vatnamaðurinn er nægilega eftirtöku- samur, sér hann að niður álinn kemur til hans dálítið sléttur blettur, ef um logn er að ræða, en í vindi er þarna ekki um annað að ræða, en lítilsháttar straumbreytingu. Þessir jakar sá- ust aldrei, fyrr en þeir voru komnir nálægt ferðamanninum. Þurfti því skjótra úrræða við. Annað hvort að bíða í álnum, meðan jak- ann eða jakana rak framhjá, eða hraða förinni, ef þess var kost- ur og láta þá reka fyrir aftan sig. Nú kom það sér vel, að fylgdar- maðurinn var undantekningarlaust með langa og sterka vatna- stöng, sem honum var jafn nauðsynleg og ræðaranum árin. Ef jakarnir voru ekki stærri en svo, að maður treysti sér til þess að stjaka þeim frá, var til stangarinnar gripið og hættunni bægt frá með hcnnar hjálp. Það skal tekið fram í þessu sambandi, að gagnvart cngri hættu fannst mér að góðir og athugulir vatna- hestar væru jafn varbúnir og blindjökum þessum. Annars voru þeir ekki síður fljótir að átta sig á aðsteðjandi hættu en maður- inn, og kom það sér oft vel, einkum gagnvart sandbleytu og veik- um ís. Vatnamennskan finnst mér að verulegu leyti byggjast á því, að fylgjast daglcga með rennsli og ásigkomulagi vatnsins. Það skipti ekki svo litlu máli, hvort um var að ræða venjulega vatnavexti af völdum úrkomu eða hvort óvenjulegur jökulvöxt- ur var í fljótinu. Ef um hann var að ræða, þurfti venju fremur að hafa gát á sandbleytunni, en henni veldur mjög hægt grunn- vatnsstreymi. En vatnið er þó nægilegt til að halda sandkorn- unum sundur, svo að það er eins og hver sandögn sé svífandi í vatninu en um leið og kippa á fæti upp, sem sloppið hefur í, þjappast sandkornin saman með þeim afleiðingum, að loftlaust holrúm myndast undir fótinn og hann situr fastur í bili. Hestar, sem vanir voru sandbleytunni, lágu grafkyrrir augnablik, meðan festist í kringum þá, en rifu sig svo lausa með snöggu átaki, með- an hinir, scm óvanir voru, brutust um í örvæntingu og tættu af sér það, sem á baki þeirra var. Venjulega vissi maður, hvar sandbleytunnar var von, cn það var, þar sem vatnið hafði breytt um farveg og komnar voru sandeyrar, þar sem fyrir einum eða tveimur dögum höfðu verið djúpir álar. Einnig í eyraroddunum, 38 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.