Goðasteinn - 01.09.1968, Qupperneq 14

Goðasteinn - 01.09.1968, Qupperneq 14
fékk Breiðabólsstað sr. Erasmus Viíladsson, józkur maður, sem Gísli biskup Jónsscn hafði fengið til kennara að Skálholtsskóla. Varð hann tengdasonur biskups og fékk, er hann hætti kennslu, fyrst Garða á Álftanesi en konungsveitingu fyrir Odda 1565 og fyrir Breiðabólsstað 10 árum síðar og hélt staðinn til dauðadags 1591. Hann var mikilsmetinn maður, hafði samið sig að hérlend- um háttum og náð fullkomnu valdi á málinu. Þótti hann mjög koma til greina við biskupskjör eftir lát Gísla biskups Jónssonar. Næst koma við sögu feðgar þrír, er héldu staðinn hver eftir annan á annað hundrað ár. Var þeirra fyrstur sr. Sigurður Einarsson skálds í Eydölum, Sigurðssonar, og bróðir Odds bisk- ups og mun hafa fengið staðinn með tilstyrk hans árið 1591. Hann varð prófastur og hélt staðinn til 1626 að hann sleppti honum í hendur sonar síns, sr. Jóns Sigurðssonar, er haft hafði vonarbréf fyrir staðnum frá 1609. Eftir fráfall sr. Jóns um 1640 tekur fljót- lega við sonur hans, sr. Magnús Jónsson og sat hann staðinn fram yfir aldamótin 1700 eða alls nokkuð yfir 60 ár, lengst allra, er þjónað hafa Breiðabólsstað. Er talið, að hann hafi orðið 101 árs, var hann blindur og karlægur síðustu árin. Hélt hann þá aðstoðarpresta og frá 1686 var hjá honum aðstoðarprestur sr. Jón Torfason, prests í Gaulverjabæ, Jónssonar. Hafði hann mennt- azt vel í Kaupmannahöfn og komið þar ár sinni vel fyrir borð, því að hann fær, nýútskrifaður árið 1681, vonarbréf fyrir Breiðabóls- stað. Verður hann síðan heyrari í Skálholti, þar til hann ræðst aðstoðarprestur til sr. Magnúsar á Breiðabólsstað sem áður seg- ir. En biðin varð löng eftir forráðum brauðsins. 1699 fær hann endurnýjað vonarbréf sitt, og var heldur vont samkomulag með þeim sr. Magnúsi, segja heimildir. Sr. Jón bjó að Núpi meðan hann var aðstoðarprestur og áður en hann fékk brauðið að lok- um um 1707, var hann búinn að missa heilsuna, varð geðbilaður og varð því að halda aðstoðarpresta þau fáu ár, sem hann átti þá ólifað. Beðið hafði hann eftir brauðinu í um 26 ár, er hann loks hlaut það. Næst greina heimildir, að sr. Snorri nokkur Jónsson fékk lög- mannsveitingu fyrir Breiðabólsstað, en kom að engu haldi. Ann- ar maður, sr. Þorleifur Arason rektor í Skálholti, fékk veitingu 12 Goðasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.