Goðasteinn - 01.09.1968, Page 14

Goðasteinn - 01.09.1968, Page 14
fékk Breiðabólsstað sr. Erasmus Viíladsson, józkur maður, sem Gísli biskup Jónsscn hafði fengið til kennara að Skálholtsskóla. Varð hann tengdasonur biskups og fékk, er hann hætti kennslu, fyrst Garða á Álftanesi en konungsveitingu fyrir Odda 1565 og fyrir Breiðabólsstað 10 árum síðar og hélt staðinn til dauðadags 1591. Hann var mikilsmetinn maður, hafði samið sig að hérlend- um háttum og náð fullkomnu valdi á málinu. Þótti hann mjög koma til greina við biskupskjör eftir lát Gísla biskups Jónssonar. Næst koma við sögu feðgar þrír, er héldu staðinn hver eftir annan á annað hundrað ár. Var þeirra fyrstur sr. Sigurður Einarsson skálds í Eydölum, Sigurðssonar, og bróðir Odds bisk- ups og mun hafa fengið staðinn með tilstyrk hans árið 1591. Hann varð prófastur og hélt staðinn til 1626 að hann sleppti honum í hendur sonar síns, sr. Jóns Sigurðssonar, er haft hafði vonarbréf fyrir staðnum frá 1609. Eftir fráfall sr. Jóns um 1640 tekur fljót- lega við sonur hans, sr. Magnús Jónsson og sat hann staðinn fram yfir aldamótin 1700 eða alls nokkuð yfir 60 ár, lengst allra, er þjónað hafa Breiðabólsstað. Er talið, að hann hafi orðið 101 árs, var hann blindur og karlægur síðustu árin. Hélt hann þá aðstoðarpresta og frá 1686 var hjá honum aðstoðarprestur sr. Jón Torfason, prests í Gaulverjabæ, Jónssonar. Hafði hann mennt- azt vel í Kaupmannahöfn og komið þar ár sinni vel fyrir borð, því að hann fær, nýútskrifaður árið 1681, vonarbréf fyrir Breiðabóls- stað. Verður hann síðan heyrari í Skálholti, þar til hann ræðst aðstoðarprestur til sr. Magnúsar á Breiðabólsstað sem áður seg- ir. En biðin varð löng eftir forráðum brauðsins. 1699 fær hann endurnýjað vonarbréf sitt, og var heldur vont samkomulag með þeim sr. Magnúsi, segja heimildir. Sr. Jón bjó að Núpi meðan hann var aðstoðarprestur og áður en hann fékk brauðið að lok- um um 1707, var hann búinn að missa heilsuna, varð geðbilaður og varð því að halda aðstoðarpresta þau fáu ár, sem hann átti þá ólifað. Beðið hafði hann eftir brauðinu í um 26 ár, er hann loks hlaut það. Næst greina heimildir, að sr. Snorri nokkur Jónsson fékk lög- mannsveitingu fyrir Breiðabólsstað, en kom að engu haldi. Ann- ar maður, sr. Þorleifur Arason rektor í Skálholti, fékk veitingu 12 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.