Goðasteinn - 01.09.1968, Side 6

Goðasteinn - 01.09.1968, Side 6
mundur Þorkelsson, Ásgeirssonar kneifar, er land nam undir Eyjafjöllum, og Þorgerður Egilsdóttir, Síðu-Hallssonar, en móðir Síðu-Halls var Þórdís Össurardóttir, Hrollaugssonar, landnáms- manns á Breiðabólsstað í Suðursveit. Jóni Ögmundarsyni var ungum komið til náms að Skálholti til Isleifs biskups Gissurar- sonar, og að því loknu fór hann utan til frekara náms í klerk- legum fræðum. Fór hann allt suður til Rómaborgar, og einnig er vitað, að hann var í Frakklandi í þessari ferð, því að þar hittir hann Sæmund Sigfússon, er síðar var nefndur hinn fróði, og verða þeir samferða heim til íslands. Líklegt má telja að þeir hafi þckkzt frá unga aldri, þar sem þeir voru mjög jafnaldra og ná- grannar í æsku. Þeir urðu og áfram nágrannar í rúman aldar- fjórðung, því að við heimkomu sína settust þeir hvor að sinni föðurleifð, Breiðabólsstað og Odda og gerðust þar þjónandi prestar, eftir að hafa þegið vígslu af Isleifi biskupi um 1077 að tal- ið er. „Með því hefst í rauninni saga þessara höfuðprestssetra sunnanlands, þar sem svo margir ágætisprestar íslenzkrar kirkju hafa öldum saman setið með sæmd og prýði,“ segir dr. Jón bisk- up Helgason um þetta. Þetta er raunar elzta heimild um kirkju á Breiðabólsstað og líkur eru til að Jón Ögmundarson hafi verið fyrsti prestur, sem staðinn hefur setið og þjónað kirkju þar. Er og óhætt að segja, að hann sé einn hinna nafnkenndustu, sem við sögu staðarins koma, svo ágætur sem hann varð af biskupsdómi sínum á Hólum. Var það árið 1106, sem hann gefur upp staðinn á Breiðabólsstað og gerist fyrsti biskup Norðlendinga. Um Jón Ögmundarson skal að öðru leyti vísað til sögu hans í Biskupasögum, svo og til rit- gerðar dr. Jóns biskups Helgasonar í þriðja árgangi Prestafélags- ritsins. Næst bregður Sturlunga nokkrum svipleiftrum yfir sögu stað- arins á fyrra hluta 13. aldar, og lcynir sér ekki svipmót Sturl- ungaaldar á þeim atburðum, sem þar segir frá. Upphaf þeirra má segja það, að er Páll Sæmundarson í Odda, Jónssonar, Lofts- sonar, Sæmundarsonar hins fróða, fór utan til Noregs og dvaldist í Björgvin, þá varð hann þar fyrir hrakningum nokkrum af þeim mönnum þarlendum, sem í spotti kölluðu að hann mundi þangað 4 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.