Goðasteinn - 01.09.1968, Síða 37
niður um ís. í Eldvatninu hafa drukknað þrír, einn hjá Svína-
dal og tveir hjá Ásum, en einn í Hólmsá. Vera má að fleiri slys
hafi átt sér stað í þessum vatnsfölium, þótt mér séu cigi kunn.
Fjallgarður mcð stefnu frá norðaustri til suðvesturs gengur frá
Vatnajökli um Torfajökul til Mýrdalsjökuls. Kúðafljót fær vatn
úr honum að sunnan en Tungnaá að norðan. Rennsli Kúðafljóts
er mikið. Vatnasvið þess er að einum fjórða hluta þakið jöklum.
Það horfir mót sunnan- og suðaustanáttinni, sem á þcssu svæði
flytur með sér óhemju mikla úrkomu inn yfir landið. Það má
segja, að þessi tvö höfuðatriði á vatnasviði Kúðafljóts valdi mestu
um þess breytilega rennsli. Hvenær sem úrkomukaflar koma, vex
rennsli fijótsins mjög ört og einnig í hlýviðrisköflum yfir sumar-
mánuðina af völdum leysinga úr jöklunum. En fleira kemur til
en veðurfarið eitt, sem áhrif hcfur á Kúðafljót. Jökulhlaup eru
nokkuð algeng. Flest eru þau ekki stærri en svo, að rennsli fljóts-
ins verður lítið meira en orðið getur af völdum úrkomu, en þó
brá út af þessu nokkrum sinnum þau 26 ár, sem ég átti' heima
á Söndum í Meðallandi. Mér er minnisstæðast hlaup, sern kom
í septemberbyrjun árið 1938. Þá fór ég sem oftar austur í Meðal-
land að áliðnum degi og kom ekki til baka fyrr en klukkan 10-11
um kvöldið. Þegar ég fór austur yfir, var ekki meira en meðal-
vatn í fljótinu, en þegar ég kom til baka, huldi vatnið allar eyr-
ar. Um fótaferð daginn eftir var svo að segja allur bæjarhólm-
inn á kafi í vatni. Uppúr stóðu aðeins hæstu bakkarnir og ein-
staka körtur og balar, sem eru hingað og þangað í hólmanum,
hrannir, sem Kötluhlaup hafa skilið eftir cg síðan gróið upp. Við
feðgarnir þrír vorum allan daginn róandi á báti um mikinn hluta
landareignarinnar til þess að bjarga fé, sem ýmist stóð í vatni
cða hafði hópazt saman á smábala, meðan það komst þar fyrir,
cn það sem útí vatni stóð, var orðið loppið af kulda og álít ég,
að það gefi til kynna að vatnið hafi aukizt mjög ört um nótt-
ina og þá náð fullu rennsli. Seinni hluta dagsins fór hlaupið svo
að sjatna og morguninn eftir var það komið niður í meðal vatns-
hæð. Stærstu jökulhlaupin, sem mæld hafa verið, eru í september
1955 og marz 1964, bæði komin úr sigdæld norðvestur af Gríms-
vötnum.
Goðasteinn
35