Goðasteinn - 01.09.1968, Page 52

Goðasteinn - 01.09.1968, Page 52
Fóstri hans, aftur á móti, var að flétta reiptagl og hafði þessa vísu fyrir munni sér: Landsynningur leiður er, lýir hann fingur mína. Barnaglingur ekkert er, í honum syngur, heyrist mér. Svona voru karlarnir eitthvað þyngri í skapinu en konurnar. Skúmsstaðavatn Það má heita næsta furðulegt, hvað sögusagnir, sem aldrei hafa verið færðar í letur, geta lifað lengi í vitund fólks, kannske ekki nema á litlu svæði, eins hafa spásagnir rætzt, sem enginn veit frá hvaða tíma eru. Álög og vondar fyrirbænir hafa fram komið. Má þar minna á Gretti Ásmundarson og ýmsa fleiri. Eins ættu að geta rætzt góðar fyrirbænir, ef þær eru hugsaðar af hjartans einlægni cn ekki tómt munnfleipur til að fylgja tízkunni. Þegar ég var barn að aldri, heyrði ég sagt, að Skúmsstaðavatn í Landeyjum hefði myndazt af því, að það hefði runnið svo mikið vatn upp úr jarðholu, þar sem orfi hefði verið stungið niður. Ég spurði fyrir fáum árum Sigurð Guðnason, bróður Ragnheiðar frá Tungu í Landeyjum, hvort hann hefði heyrt þetta. Já, hann kann- aðist við að hafa heyrt svo sagt frá. Ég heyrði föður minn segja frá því, að einhvern tíma hefði bóndi á Skúmsstöðum átt að segja um land sitt: „Sú kemur tíð, að þetta verður allt að þurru valllendi, og þá verður gaman að lifa (eða: væri gaman að lifa).“ Nú er þessi spádómur kominn fram, allt orðið þurrt, sem áður var hyldjúpt vatn, botnlaus forarflóð og ó- færir ósar. Séra Jón Skagan segir í bók sinni: „Sú eik, er lengst og styrkust stóð,“ að það sé hvergi neitt að finna um Skúmsstaði, fyrr en árið 1200. Þá geri Páll Jónsson biskup í Skálholti máldaga kirkjunnar og að þar sé prestur, Árni að nafni, og ekki meira á hann minnzt. 50 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.