Goðasteinn - 01.09.1968, Side 53
Þess getur í Prestssögu Guðmundar Arasonar hins góða, síðar
biskups, að hann reið til alþingis árið 1201. Þá höfðu borizt um
allt landið sögur um vígslur hans, yfirsöngva og jafnvel kraftaverk.
Urðu þá margir meiriháttar menn hér sunnanlands til að bjóða
honum heim og þar á meðal Árni prestur á Skúmsstöðum. Má af
því ráða, að hann hafi ekki verið neinn smákarl, því alltaf fylgdi
Guðmundi nokkur hópur lærðra manna og leikra.
Þess getur einnig, að þar á Skúmsstöðum var affall mikið, í
hverju farizt höfðu sjö manns og hestar margir og nautgripir. Þetta
vatn vígði Guðmundur og dreifði vígðu vatni þar um engjar og
akra.
Eitt er merkilegt við þessa frásögn: Á Skúmsstöðum spratt alltj
af mikið og gott gras, og aldrei hef ég heyrt um getið, að nokkur
maður hafi drukknað þar í vatni eða farið niður um ís eða vakir
svo að mein hlytist af. Það er því skoðun mín, að vígsla Guðmund-
ar góða hafi ævinlega verið þar að verki og komið í veg fyrir
manna- og gripatjón, cinn vottur þess, að góðar fyrirbænir geti verk-
að ekki síður en vondar.
Þegar ég var barn að aldri á Skeggjastöðum, kom ég að Skúms-
staðavatni í fyrsta sinn. Nokkur hluti engjanna á Skeggjastöðum
lá að vatninu og var kallaður Leiran. Ég var spurull, eins og ger-
ist með börn, og spurði, hvort sjórinn væri eins stór og Skúmsstaða-
vatn. Já, sjórinn var svo stór, að það sást ekki út yfir hann. Svo
fékk ég einu sinni að fara í Eyjasand, en svo var það kallað, þegar
menn koma úr kaupstaðarferð úr Vestmannaeyjum. Þá sá ég fyrst
sjóinn og sá út yfir hann en þorði ekki að segja frá því; ég vissi,
að mér yrði strítt með því. Nú, þegar ég er kominn á níræðisaldur,
sé ég að þá hefur getað verið lágur þokubakki við hafsbrún, sem
villti mér sýn.
Latínuvísan
Þegar ég var í Stokkseyrarseli, var ég um nokkurn tíma í bygg-
ingavinnu hjá Kristni Vigfússyni húsameistara á Selfossi, með öðr-
um fleirum. Þar voru þá líka synir hans, Hafsteinn, Sigfús og Guð-
Goðasteinn
51