Goðasteinn - 01.09.1968, Side 33

Goðasteinn - 01.09.1968, Side 33
fjallinu. Ef skip sem gengur io mílur á vökunni (4 st.), eins og „Vesta“, kæmi t. d. að austan og færi þvert gegnum hring þann, sem yfir sér af Eyjafjallajökli, þá ætti það að vera sýnilegt í hér um bil 30 klukkustundir. Við áttum loks skammt eftir upp á einn hæsta hnjúkinn (Guðnastein), ekki meira en um það bil 3-500 faðma og góðan veg að því er séð varð, þegar drífuský skall yfir hnjúkinn, svo að við sáum þann kost vænstan að snúa aftur. Það er munn- mælasögn, að af þeim hnjúki sjáist norður í haf yfir þvert Is- land, en það er harla ótrúlegt. En Mælifellhnjúkur kvað sjást þaðan yfir Kjalveg.“ Hugleiðing Þegar enginn íslendingur yrkir stöku, þá er okkar þjóðarsómi þorrinn mjög að flestra dómi. Mun þá jafnvel tungan týnd í tímans iðu, menning vor til grafar gengin, gleymdur Snorri, Njála engin. Jónatan Jakobsson Godasteinn 31

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.