Goðasteinn - 01.09.1968, Side 74

Goðasteinn - 01.09.1968, Side 74
ög Hrífunesi, en annað kallaði að og rak mig áfram. Skyldi gamla skcmman í Gröf ekki vera komin að því að hrynja? Líklega verður það verkefni næsta árs að sjá henni borgið til frambúðar. Bara að það verði þá ekki of seint. Lausavísur Runólfur Runólfsson í Áshóli í Holtum var ekki ánægður með skeiðhesta sína, ef hann sá ekki skeifurnar á afturfótunum, er hann leit um öxl af baki reiðskjótans. Um hest sinn, er Randver hét, orti hann: Randver skeiðar hart um heiðar, hitnar reiðarfötunum, styttast leiðar götur greiðar, glymur í heiðarflötunum. Runólfur leiddi yxna kú suður að Seli og ávarpaði Jón bónda í Seli með vísuhelmingi: Ég er að leiða yxna kú að því skaltu gæta, Jón. Jón svaraði: Þetta á allt að bæta bú, svo bóndinn líði ekki tjón. Um Sigurð á Brekkum, son Runólfs, er þessi vísa: Á mannfundum ekki rýr, ör og hress í svari, Sigurður á Brekkum býr, bezti forsöngvari. Sögn Guðjóns frá Berustöðum. 72 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.