Goðasteinn - 01.09.1968, Side 17

Goðasteinn - 01.09.1968, Side 17
Högni í farsælu hjónabandi í 45 ár og eignuðust 17 börn, 8 sonu, sem allir urðu prestar og 9 dætur. Aðeins ein dóttir þeirra lézt í æsku, en 16 börn þeirra náðu fullorðins aldri. Svo herma gamlar sagnir, að sr. Högni hafi eitt sinn sótt prestastefnu á alþingi ásamt sonum sínum átta, hempuklæddum. Hefur þetta hlotið að vera sumarið 1760, því að yngsti sonur hans vígðist í ágúst 1759, en hinn næstelzti dó í janúar 1761. Einnig segir Finnur biskup Jónsson frá því, að á eftir sr. Högna og átta prestvígðum sonum hans, öllum hempuklæddum, er gengu til kirkju á Breiðabólsstað sumarið 1760, hafi komið móðirin með jafnmargar dætur. Sr. Högni missti konu sfna 1762, og upp frá því vann hann engin prestsverk, enda þá orðinn lesblindur. En það sama ár lét hann endurbyggja kirkjuna á Breiðabólsstað frá grunni og mun sú kirkja hafa staðið í 77 ár eða þar til sr. Tómas Sæmundsson lét byggja nýja kirkju árið 1839. Um sr. Högna er mikinn fróðleik að finna í ritgerð dr. Jóns biskups Helgasonar um Högnaætt, sem prentuð er framan við ævisögu sr. Tómasar Sæmundssonar eftir hann. Sr. Högni dó árið 1770, en sjö árum áð- ur hafði hann afhent bæði stað og kirkju sr. Stefáni syni sínum, sem hafði verið aðstoðarprestur hans allt frá 1748, er hann enn var á Stafafelli. Sr. Stefán hélt Breiðabólsstað með mikilli sæmd til 1792. Hann fær mjög lofsamlegan vitnisburð í vísitasíuskýrslum Hannesar biskups Finnssonar fyrir mannkosti og kennimannshæfileika, og Páll amtsskrifari Pálsson segir hann hafa verið fyrirmynd að öllum prestlegum dyggðum. Hann var og búmaður góður og fékk tvívegis verðlaun frá landbúnaðarfélagi Dana. Eftir hann kemur sr. Þórhalli Magnússon, og er hann sagður hafa fengið Breiðabólsstað í verðlaunaskyni fyrir mikinn dugnað, er hann hafði sýnt í því að flytja bæ og kirkju í Villingaholti undan sandágangi. Hann var 1797 dæmdur frá embætti fvrir ótilhlýði- legt hátterni, en dæmt prestakallið aftur árið eftir. Hann þótti heldur lítill búhöldur, en fær góðan vitnisburð hjá Geir biskupi Vídalín. Þá kemur árið 1818 að Breiðabólsstað sr. Torfi Jónsson prests í Hruna, Finnssonar biskups. Hann var prófastur í Rangárþingi Goðasteinn 15

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.