Goðasteinn - 01.03.1971, Page 46

Goðasteinn - 01.03.1971, Page 46
Áður nefnt kvöld átti ég að gæta ánna norðan í hæðinni og munu þær hafa verið innan við tuttugu. Sat ég skammt frá svo nefndri Hádegisvörðu, sem var raunar hraunsteinn en ekki varða, og notaður scm eyktamark frá Kársstöðum. Þaðan sá ég vel yfir allt umhverfið og gat fylgzt með öllum hreyfingum ánna, er voru hinar spökustu og bitu í næði. Allt var fullkomlega kyrrt og rótt og engin ástæða til að vænta styggðar úr neinni átt. Ærnar færðu sig hægt og bítandi meðfram áðurnefndum túngarði. Frcmstar í hópnum voru þrjár eða fjórar hlið við hlið og hinar fylgdu fast eftir. Þegar fremstu ærnar voru komnar þar sem garðlagið nær hæst upp í hólinn, kveður skyndilega við þungt högg, sem virtist koma frá ákveðnum bletti rétt fyrir framan fætur ánna. Hrukku þær frá með ofsahræðslu, hlupu nokkra tugi metra frá staðnum, sneru þar við og störðu nokkra stund á blettinn þaðan sem hljóðið hcyrðist koma. Ekki virtust þær þó, fremur en ég, sjá þar neitt, því að þær tóku strax aftur til að bíta og færðu sig bítandi í sömu átt og áður. En þcgar þær voru komnar aftur að þessurn sama bletti, heyrðist höggið á ný og allt fór á sömu leið. Þetta endurtók sig svo að minnsta kosti fjórum eða fimm sinnum, meðan ég sat þarna, og ávallt á sama hátt. Höggið, sem heyrðist og hræddi ærnar, var því líkast sem slegið væri með þungu tré eða planka á gróna jörð. Aðeins eitt högg kom hverju sinni og alltaf frá sama stað. Mér mun ekki hafa orðið um sel, þar sem ég sat í kvöld- kyrrðinni og sá þetta og heyrði, og feginn varð ég þegar ég mátti koma með ærnar í kvíarnar. Mun ég hafa kallað á mömmu áður, en hún ekki haft tíma til að sinna mér. Ég sagði henni frá því, sem fyrir mig hafði borið, en hún vildi fátt um tala. Síðar sagði hún mér, að eitt sinn hefðu cldri systkini mín tvö, Jón, dáinn 1929, og Magnea, nú húsfreyja á Kálfafelli, verið að byggja sér lítinn bæ á Tjarnarhólnum. Má enn sjá þess merki, Þá vaknar hún eina nótt, það var líka björt sumarnótt, við það að hún heyrir högg mikil útifyrir. Fer hún á fætur og lítur út. Ekki sá hún neitt, en höggin virtust henni koma frá hólnum. Skilst mér, að þau hafi hætt fljótlega eftir að hún var komin á stjá. 44 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.