Goðasteinn - 01.03.1971, Blaðsíða 46

Goðasteinn - 01.03.1971, Blaðsíða 46
Áður nefnt kvöld átti ég að gæta ánna norðan í hæðinni og munu þær hafa verið innan við tuttugu. Sat ég skammt frá svo nefndri Hádegisvörðu, sem var raunar hraunsteinn en ekki varða, og notaður scm eyktamark frá Kársstöðum. Þaðan sá ég vel yfir allt umhverfið og gat fylgzt með öllum hreyfingum ánna, er voru hinar spökustu og bitu í næði. Allt var fullkomlega kyrrt og rótt og engin ástæða til að vænta styggðar úr neinni átt. Ærnar færðu sig hægt og bítandi meðfram áðurnefndum túngarði. Frcmstar í hópnum voru þrjár eða fjórar hlið við hlið og hinar fylgdu fast eftir. Þegar fremstu ærnar voru komnar þar sem garðlagið nær hæst upp í hólinn, kveður skyndilega við þungt högg, sem virtist koma frá ákveðnum bletti rétt fyrir framan fætur ánna. Hrukku þær frá með ofsahræðslu, hlupu nokkra tugi metra frá staðnum, sneru þar við og störðu nokkra stund á blettinn þaðan sem hljóðið hcyrðist koma. Ekki virtust þær þó, fremur en ég, sjá þar neitt, því að þær tóku strax aftur til að bíta og færðu sig bítandi í sömu átt og áður. En þcgar þær voru komnar aftur að þessurn sama bletti, heyrðist höggið á ný og allt fór á sömu leið. Þetta endurtók sig svo að minnsta kosti fjórum eða fimm sinnum, meðan ég sat þarna, og ávallt á sama hátt. Höggið, sem heyrðist og hræddi ærnar, var því líkast sem slegið væri með þungu tré eða planka á gróna jörð. Aðeins eitt högg kom hverju sinni og alltaf frá sama stað. Mér mun ekki hafa orðið um sel, þar sem ég sat í kvöld- kyrrðinni og sá þetta og heyrði, og feginn varð ég þegar ég mátti koma með ærnar í kvíarnar. Mun ég hafa kallað á mömmu áður, en hún ekki haft tíma til að sinna mér. Ég sagði henni frá því, sem fyrir mig hafði borið, en hún vildi fátt um tala. Síðar sagði hún mér, að eitt sinn hefðu cldri systkini mín tvö, Jón, dáinn 1929, og Magnea, nú húsfreyja á Kálfafelli, verið að byggja sér lítinn bæ á Tjarnarhólnum. Má enn sjá þess merki, Þá vaknar hún eina nótt, það var líka björt sumarnótt, við það að hún heyrir högg mikil útifyrir. Fer hún á fætur og lítur út. Ekki sá hún neitt, en höggin virtust henni koma frá hólnum. Skilst mér, að þau hafi hætt fljótlega eftir að hún var komin á stjá. 44 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.