Úrval - 01.03.1979, Side 3

Úrval - 01.03.1979, Side 3
1 3. hefti 38. ár Úrval Mars 1979 Bókin í þessu hefti tJrvals, Rætur eftir Alex Haley, gefa tilefni til umþenkinga, með hliðsjón af sjónvarpsþáttunum, sem sýndir hafa verið hjá okkur að undan- förnu. Það hefur ekki farið fram hjá neinum, sem lesið hefur bókina og fylgst með sjónvarpsþáttunum, hve gríðarlega þeir eru frábrugðnir þeirri sögu, sem höfundurinn segir og veit réttasta. Þetta gildir jafnt um atburðina í bernsku Kúnta Kinte heima í Afríku og það, sem eftir kom í ánauðinni vestan hafs. Sú spurning er ærið áleitin, hvers vegna höfundar sjónvarpsþáttanna hafa kosið að gjörbreyta söguþræðinum á þann veg sem raun ber vitni. Er söguþráður bókarinnar ekki nógu æsilegur? Er hann ef til vill svo fáránlegur, að honum verði ekki breytt 1 brúklega mynd? Er hann ekki nógu rómantískur? Líklega fáum við ekki svör við þessu. Vegir kvikmyndagerðarmanna eru órannsakanlegir. En flestir, sem reynslu hafa af hvoru tveggja, eru sammála um að bókin taki myndinni í flestu fram. Þess vegna höfum við nú brugðið á það ráð að endurbirta útdrátt úr bókinni — að vísu mjög styttan, en þó gefur hann góða hugmynd um þráð bókarinnar eins og hann er frá höfundarins hendi og hversu frábrugðinn hann sjónvarpsþræðinum. Bókin hefur enn ekki verið þýdd í heild, svo enn eru margir íslendingar sem ekki hafa átt þess kost að lesa söguna. Fyrir þá og aðra, sem gjarnan vilja stytta sér leið, er útdrátturinn í þessu hefti birtur. Ritstjóri. Sól er farin að hækka á lofti, og þótt enn sé eftir að þreyja hluta af góunni fer þó sá rími að nálgast að hægt er að fara að láta sig dreyma um blóm- að minnsta kosti í gluggum! Raunar spratt þessi rós undir berum himni í fyrra- sumar, þróttmikil og falleg. Hún er af tegundinni „King’s Ranson” (lausnargjald konungsins), sem virðist henta vel hérlendis að því leyti hve sterkbyggð hún er, en þarf fremur mikla sól og hlýju til að ná að springa út.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.