Úrval - 01.03.1979, Qupperneq 3
1
3. hefti
38. ár
Úrval
Mars
1979
Bókin í þessu hefti tJrvals, Rætur eftir Alex Haley, gefa tilefni til umþenkinga,
með hliðsjón af sjónvarpsþáttunum, sem sýndir hafa verið hjá okkur að undan-
förnu.
Það hefur ekki farið fram hjá neinum, sem lesið hefur bókina og fylgst með
sjónvarpsþáttunum, hve gríðarlega þeir eru frábrugðnir þeirri sögu, sem
höfundurinn segir og veit réttasta. Þetta gildir jafnt um atburðina í bernsku
Kúnta Kinte heima í Afríku og það, sem eftir kom í ánauðinni vestan hafs. Sú
spurning er ærið áleitin, hvers vegna höfundar sjónvarpsþáttanna hafa kosið að
gjörbreyta söguþræðinum á þann veg sem raun ber vitni. Er söguþráður
bókarinnar ekki nógu æsilegur? Er hann ef til vill svo fáránlegur, að honum
verði ekki breytt 1 brúklega mynd? Er hann ekki nógu rómantískur?
Líklega fáum við ekki svör við þessu. Vegir kvikmyndagerðarmanna eru
órannsakanlegir. En flestir, sem reynslu hafa af hvoru tveggja, eru sammála
um að bókin taki myndinni í flestu fram. Þess vegna höfum við nú brugðið á
það ráð að endurbirta útdrátt úr bókinni — að vísu mjög styttan, en þó gefur
hann góða hugmynd um þráð bókarinnar eins og hann er frá höfundarins
hendi og hversu frábrugðinn hann sjónvarpsþræðinum. Bókin hefur enn ekki
verið þýdd í heild, svo enn eru margir íslendingar sem ekki hafa átt þess kost að
lesa söguna. Fyrir þá og aðra, sem gjarnan vilja stytta sér leið, er útdrátturinn í
þessu hefti birtur.
Ritstjóri.
Sól er farin að hækka á lofti, og þótt enn sé eftir að þreyja hluta af góunni fer
þó sá rími að nálgast að hægt er að fara að láta sig dreyma um blóm- að
minnsta kosti í gluggum! Raunar spratt þessi rós undir berum himni í fyrra-
sumar, þróttmikil og falleg. Hún er af tegundinni „King’s Ranson”
(lausnargjald konungsins), sem virðist henta vel hérlendis að því leyti hve
sterkbyggð hún er, en þarf fremur mikla sól og hlýju til að ná að springa út.