Úrval - 01.03.1979, Síða 8

Úrval - 01.03.1979, Síða 8
6 ÚRVAL væri hjá henni og Bob manni hennar, byggingaverkfræðingi, á meðan. „Það er nóg rúm hjá okkur, og það væri gaman að hafa þig,” sagði hún, og stúlkan lét til leiðast. Síðar fór hún heim til foreldra sinna, áður en hún ákvað að taka að fullu og öilu saman við föður barnsins og stofna eigin fjölskyldu. ÖRLÆTI OG HJARTAGÆSKA eru sterkir þættir í fari Dorothy Allisons. Það var ekki aðeins að foreldrar hennar kæmu upp sínum eigin 13 börnum, heldur tóku þau einnig að sér dreng, sem varð munaðarlaus við fæðingu. ,,0kkur var kennt að sýna hverju öðru umhyggju og deila því, sem við áttum,” segir Dorothy. ,,Þess vegna fínnst mér svo mikil fullnægjaí því að hjálpa til við leit að týndu fólki, þótt það sé á köflum sárt. Þegar ég hitti foreldra barns, sem er týnt, yfírfærist hugarvíl þeirra á mig. Það er eins og ég sé að leita að mínu eigin barni.” Dorothy hefur vitað það síðan hún var barn, að hún er ófresk. Mamma hennar var það líka. En hún hefur enga skýringu á ófreskisgáfu sinni og sér engan tilgang í að velta henni fyrir sér. Samstarf hennar og lögreglunnar hófst óvænt klukkan sex að morgni 3. desember 1967, þegar hún vaknaði upp af draumi. I draumnum þóttist hún sjá ungan dreng liggja dáinn 1 pípu, sem tengd var við á. Þetta hvíldi á henni í marga daga eins og mara. Loks ákvað hún að skýra lögreglunni í Nutley í New Jersey hvað hún hefði ,,séð.” Yfírlögreglu- þjónninn sagði henni að Michael Kurcsics hefði drukknað í Þriðjuá um áttaleytið að morgni 3- desember (um tveim tímum eftir að hana dreymdi drauminn) og lík hans hefði ekki fundist. Hún hikaði við, en sagði svo yfírlögregluþjóninum að hún væri ófresk. Hann varð ekki uppnæmur yfír þeirri staðhæfingu; sagt hafði verið frá slysinu í staðarblöðunum. En óbreyttur lögreglumaður, Donald Vicaro, sem þarna var nærstaddur, þekkti Kurcsics fólkið og vildi mjög gjarnan verða því að Iiði. „Geturðu sagt okkur nokkuð meira?” spurði hann Dorothy. „Blöðin hafa hvorki flutt lýsingu á drengnum né mynd afhonum.” ,Já, ég sé meira. Hann var í pólóskyrtu, og 1 hana var nælt ein- hvers konar trúarlegt merki. Þar yfír var hann í grænni úlpu. Mamma hans er ekki í borginni. Eitt enn: Hann er með krummafætur. Vicaro þótti lýsingin á fötum drengsins býsna nákvæm. Svo hringdi hann í Kurcsics. Þekkti hann Dorothy Allison? — Hver var nú það? Var Michael með hægri skó á vinstri fæti og öfugt, þegar hann týndist? — Það vissi hann ekki, drengurinn klæddi sig sjálfur um morguninn. Var frú Kurcsics heima? — Nei. Vicaro þóttist sjá í hendi sér, að Dorothy væri ófresk. Hann spurði hvort hún vildi hjálpa honum að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.