Úrval - 01.03.1979, Qupperneq 16

Úrval - 01.03.1979, Qupperneq 16
14 sig eins og herforingi frá West Point við hersýningu. Ég forframaði hann upp í aðstoðarforingja minn. Morguninn, sem ég átti að sýna menn mína, stóðu þeir á réttstöðu í þráðbeinni töð. Þegar ofurstinn mætti klukkan níu var kæfandi hiti, en röðin mín stóð grafkyrr. ,,Láttu þá ganga,” skipaði ofurstinn. ,,Kœ þú tsjó!” hrópaði ég. 47 rifflar voru bornir að öxl eftir bestu fyrirmynd. Svo byrjaði ég að telja taktinn: ,Jit, jat, sen, sí, jot, jat, jenn sí. ” Mennirnir horfðu beint fram og þrumuðu á móti: ,Jit, jat, sen, sí, ” og skálmuðu fram í gallalausum takti. Það eina sem á skyggði, var mín eigin frammistaða. Ég var svo þaninn af spenningi og kvíða að ég komst aldrei í taktinn. Svo var þetta búið. Ég gekk til ofurstans og heilsaði að hermannasið. „Prýðilegt,” sagði hann. ,,Ég óska þér til hamingju. Mjög snjallt hjá þér að hafa þennan óreglulega takt.” Smástund skildi ég ekki hvað hann átti við, en svo rann það upp fyrir mér að hann var að tala um taktleysið hjá mér. Hann hélt að þetta væri sérstakt kínverskt herbragð. Grundvallarþjálfuninni var lokið. Útskipunarfyrirmæli til nýliðanna voru hengd upp. Ég sat utan við æfingavöllinn og kínversku hermennirnir mínir umkringdu mig til að kveðja. Síðastur kom Tom Chen. ,Jæja, lautínant,” sagði hann á lýtalausri ensku. „Vertu nú sæll.” ÚRVAL Það datt yfir mig. ,,Tom Chen! Þú talar ekki ensku!” ,,Jú, ég ernúhræddur umþað.” ,,En hvers . . .” byrjaði ég. En Tom Chen og allir hinir voru þegar komnir æðispöl frá mér. Allt í einu fannst mér öllu skipta að vita hvert þeir voru að fara. ,,Tom Chen!” hrópaði ég. ,,Hver farið þið?” Tom Chen var nærri kominn úr heyrnarfæri, en hann bar hendur að munni og hrópaði á móti: „Hawaii — Pearl Harbor! ’ ’ STRlÐINU VAR LOKIÐ. Ég var laus úr hernum og atvinnulaus. Það var seint um haust. Ég var kaldur, soltinn og átti aðeins tvo dollara. Á 34. stræti í New York City kom ég að kínverskum matsölustað. Ég settist við eitt borðið og þjónn kom til mín. Ég benti á kjúklinga chow mein fyrir 75 sent. Þjónninn hvarf. Eftir andartaks stund tók hann að bera mér rétt eftir rétt: wor shu önd, steiktan rís, hákarlauggasúpu. ,,Ég bað bara um 75 senta rétt,” sagði ég. ,,Ég get ekki borgað fyrir allt þetta.” Þjónninn brosti eyrna á milli. „Ökey, þú borða. Ekkert borga.” Ég var of soltinn til að neita, heldur hesthúsaði allt saman og stóð svo upp. Bak við mig heyrði ég niður- bældan hlátur. Þarna, í eldhús- dyrunum, stóð Tien Hung, og kringlótt andlitið ljómaði. Kringum hann ljómuðu tvö börn og ljómandi kona. „Tien Hung,” sagði ég.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.