Úrval - 01.03.1979, Síða 26

Úrval - 01.03.1979, Síða 26
24 ÚRVAL „Fyrir húsaleigu,” sagði mamma og raðaði upp silfurpeningunum. „Handa kaupmanninum,” annar stafli af peningum. ,,Til að sóla skóna hennar Katrínar,” og mamma tók til hliðar nokkra silfurpeninga. ,,Kennarinn minn segir að ég verði að fá glósubók t þessari viku.” Það var annaðhvort Kristín, Nels eða ég, sem þetta sögðu. Mamma lagði smápening til hliðar. Við fylgdumst með hvernig peningahrúgan minnkaði og héldum niðri i okkur andanaum. Að lokum sputði pabbi: ,,Er þá allt upptalið?” Og þegar mamma kinkaði kolli, slökuðum við á spennunni og sóttum skólabækurnar til að gera heima- verkefnin. Mamma leit upp og brosti og sagði: „Þetta er gott. Við þurfum ekki að fara í bankann. Bankareikningurinn hennar mömmu var dásamlegur hlutur. Við vorum öll hreykin af honum. Hann gaf okkur yl og öryggiskennd. Enginn annar sem við þekktum átti reikning í stóra bankanum niðri í bæ. Ég man þegar Jensenfjölskyldan sem bjó neðarí götunni var borin út, af því að þau gátu ekki borgað leig- una. Við krakkamir horíðum á stóran, ókunnugan mann bera húsgögnin út, tókum í laumi eftir vanmáttartárum frú Jensen og vorum gagntekin skyndilegum ótta. Svona fór fyrir fólki sem átti ekki peningastafla sem merkt var , .Húsaleiga”. Gætu þessi ósköp hent okkur? Ég leitaði að hönd Krisrínar. ,,Við eigum bankareikning,” fullvissaði hún mig róleg. Og ég gat aftur farið að anda. Þegar Nels var búinn í menntaskóla langaði hann í háskóla. ,,Það er gott,” sagði mamma, og pabbi kinkaði samþykkjandi kolli. ,,Það kostar nokkuð,” sagði Nels. Áköf drógum við stóla að borðinu og settumst. Ég náði í skærlita boxið sem Sigríður frænka hafði sent okkur ein jólin frá Noregi, og lét það varlega á borðið fyrir framan mömmu. Þetta var , ,Litli bankinn”. Honum átti ekki að blanda saman við stóra bankann niðri í bæ, þú skilur. Litli bankinn var notaður fyrir óvænt útgjöld, eins og til dæmis þegar Krisrín handleggsbrotnaði og varð að fara til læknis, eða þegar Dagmar fékk vonda kvefíð og pabbi varð að fara í apótekið til að fá lyf til að setjaí vatnsketilinn. Nels hafði þetta vandlega bókað. Svona mikið til ferðalaga, fyrir fatnað, skólabækur og mat. Mamma athugaði tölurnar lengi. Svo taldi hún hve mikið væri í Litla bankanum. Það dugaði ekki. Hún setti stút á munninn. ,,Við viljum ekki fara í bankann er það?” spurði hún mildilega. Við hristum öll höfuðið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.