Úrval - 01.03.1979, Page 76
74
Atlanshafíð og önnur 25% af því,
scm flutt er milli Norður-evrópu og
Miðjarðarhafshafna.
Þetta er mjög alvarlegt í augum
þeirra vestrænu þjóða, sem nú þegar
eru farnar að þjást af atvinnuleysi og
ófullnægjandi verslun. Nefnd, sem
skipuð var af hálfu Efnahags-
bandalagslandanna segir, að afkoma
skipaflota vestrænna ríkja sé í húfi.
Flutningarisar eins og Hapag-Lloyd í
Vesturþýskalandi og Nedlloyd í
Hollandi taka í sama streng: ,,Við
berjumst fyrir tilveru okkar,” segja
þeir.
Herrarnir í Moskvu segja, að þeir
raki til sín viðskiptunum með því að
sigra kapítalistana í þeirra eigin leik.
En þegar nánar er að gáð, er varla
hægt að segja að sovéskir vöru-
flutningar, sem njóta mikilla ríkis-
styrkja og reknir eru af sovésku
almannafé, séu eðlileg samkeppni.
Vopnin, sem kommúnistar beita í
þessu stríði, eru óhófleg undirboð,
sem engum eru kleif öðrum en ríkis-
reknum skipafélögum, sem geta
jafnað tap sitt upp úr almannasjóðum
heima fyrir. Farmenn á soveskum
skipum hafa aðeins um 40 þúsund
krónur á mánuði í laun; skipin fá
eldsneyti á svo niðurgreiddu verði að
það er aðeins um 25% af
heimsmarkaðsverði og þurfa hvorki
að greiða tryggingar, vexti né
afskriftir. Það er því ekki að undra,
þótt þessi skip geti undirboðið
vestræn skip um allt upp í 70%. Með
undirboðunum vonast sovétmenn til
að ná einokurnaraðstöðu á helstu
vestrænum siglingaleiðum og eru
þess vegna alvarleg ógnun á
verslunarleiðum hins frjálsa heims.
Og þeim hefur orðið býsna vel
ágengt. Milli 1960 og 1977 hefur
sovéski kaupskipaflotinn meira en
fjórfaldast, og er nú kominn í 2429
farþega- og flutningaskip. Miðað við
flutningagetu eru rússar nú í fjórða
sæti meðal siglingaþjóða. Þó er
alvarlegra, að þeir eru efstir á blaði
hvað snertir vöruflutningaskip sem
henta vel til áætlunarferða og sranda
því vel að vígi í samkeppninni við
öflugust skipafélög hins frjálsa heims.
Á hverjum degi eru allt upp í 300
þessara skipa á einhverri þeirra 57
leiða, sem rússar reka áætlunarferðir
á. ÖIl eru þau undir miðstjórn
Morflot, kaupskiparáðuneytisins í
Moskvu, sem hefur yfirstjórn yflr
hinum 16 útgerðadeildum Sovétríkj-
anna og umboðsskrifstofum þeirra
erlendis. Morflot er í náinni
samvinnu við hinar umfangsmiklu
sovésku verslunarstofnanir, og þegar
þær semja um kaup eða sölu við
önnur ríki, er næstum alltaf sérstök
ákvæði um það í samningunum að
varningurinn skuli fluttur með
sovéskum skipum. Þess vegna meðai
annars flytja sovésk skip um 75% af
því sem flutt er milli Sovétríkjanna og
Vesturþýskalands, 80% af flutningi
milli Stórabretlands og Sovétríkjanna
og 97% milli Japans og Sovétríkj-
anna.