Úrval - 01.03.1979, Page 114

Úrval - 01.03.1979, Page 114
112 ÚRVAL þegar farið væri upp á þilfar. En um svipað leyti brast á stórviðri. Breitt var yfír lestarlúgurnar og óloftið jókst um allan helming neðan þilja, svo margir dóu, þar á meðal volofmaðurinn, félagi Kúnta. Síðan spratt blóðkreppusóttin upp. Næst, þegar Kúnta komst upp á þilfar, var hann orðinn máttfarinn og sljór. Og þar kom, að hann var of máttfarinn til að matast sjálfur. Einn túbobanna stakk röri upp' í hann og hellti korn- maukinu ofan í hálsinn á honum. Einn morguninn voru túbobarnir í sérlega góðu skapi, þegar þeir komu niður. Þeir leystu fangana og hjálpuðu þeim að skríða upp. Þar voru hinir túbobarnir, og með tryllingslegum hlátri bentu þeir fram með stafni skipsins. Loks greindi Kúnta, milli lúsugra meðbræðra sinna, sem þaktir voru daunillum sárum og hrúðri, eitthvað óvenjulegt. Hvað það var skildi hann ekki strax, því augun voru óvön birtunni og tárin streymdu úr þeim. En svo varð honum mikið um. Það sem hann sá, var jörð — jörð Allah á nýjan leik. Hann tók að skjálfa og illur fyrirboði læstist um vitunda hans. Hvítu mennirnir áttu þá raunverulegt land eftir allt saman, túbabó dú. Hann skynjaði með nýstandi sannfæringu, að hvað svo sem nú tæki við, yrði það ennþá verra en það sem að baki lá. Fjórða daginn eftir fyrstu landsýn voru fangarnir enn reknir á þilfar og hreinsaðir 1 síðasta sinn. Þeir voru burstaðir frá hvirfli til ilja og smurðir með olíu. Svo voru þeir reknir með svipum niður landgöngubrúna, niður á búbabó dú, jörð hvíta mannsins, Kúnta beið eftir tækifæri til að komast undan, en svipurnar sáu um, að röðin riðlaðist ekki. Þeir voru umkringdir patandi mannfjölda, og Kúnta varð steinhissa, þegar hann kom auga á veru, sem gat ekki verið annað en hvít kona. Hárið á henni var .eins og strá á litinn. Svo sá hann tvo svarta menn bersýnilega mandlnka og serer. Þeir gengu óhlekkjaðir á eftir hvítum manni. Nú var Kúnta öllum lokið. Hvernig gátu þeir gengið auðsveipir á eftir túbob? Fangarnir voru hlekkjaðir á ný í stóru húsi og látnir liggja á köldu moldargólfí. Kunta baðst fyrir. í dögun þótti honum hann heyra rödd kintangó, sem sagði: ,,Það er viturlegt af manninum að fylgjast með dýrunum og læra af þeim.” Var þetta svar frá Allah? Kúnta var sem dýrí gildru. Þau dýr, sem hann hafði vitað sleppa úr gildru, voru þau sem misstu ekki stjórn á sér, heldur geymdu afl sitt þangað til hirðuleysi mannsins veitti þeim tækifæri til að flýja. Eftir sex daga var hann leiddur út og að palli með hrópandi manni. Túbobar þyrptust að úr öllum áttum og potuðu í hann, skoðuðu upp í hann og þukluðu kynfærin. Svo fóru þeir líka að hrópa, stutt og hvellt. Loks, þegar enginn hrópaði lengur nema maðurinn á pallinum, var
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.