Úrval - 01.06.1979, Blaðsíða 9

Úrval - 01.06.1979, Blaðsíða 9
APÓTEKARINN AFI MINN 7 þinn, þegar hann hafði verið hér í viku,”sagði hann. „Guði sé lof að ég gerði það ekki. Ég skal nefnilega segja þér, að afi þinn var farinn að missa dálítið heyrn. Þess vegna sussaði hann á alla í búðinni í hvert sinn sem síminn hringdi. Meira að segja krakk- arnir í gosinu urðu að halda sér saman, meðan hann var í símanum. Fyrst héldum við að þetta myndi fæla fólkið frá, en það varð einmitt öðru nær. Fólkið fór að hlakka til að hlusta á Fritsche tala í símann: Það var hringt í hann og beðið um alls konar ráð, og allir í búðinni hlustuðu af athygli á svör hans. Þegar hann lagði svo á, litu allir brosandi hver á annan. Allir skemmtu sér vel við að hlusta á gamla manninn, en samtímis tóku þeir ráðleggingar hans til greina að vissu marki. Þetta var þeim afslöppun.” Ég kinkaði kolli. Meðan verslunar- stjórinn talaði, varð afi aftur lifandi í huga mér, og ég fór sjálfur að slaka örlítið á, létta dálítið á spennunni sem ég hafði fyllst I Evrópu. Ég þótt- ist heyra rödd afa, milda og hug- hreystandi, mér fannst ég aftur finna þá sannfæringu hans að heimurinn væri í sjálfu sér góður staður að búa á. ,,Hann var mér miinlc virði persónulega,” sagð verslunarstjórinn. ,,Mig langaði aldrei að verða lyþa- fræðingur, en kreppan neyddi mig til þess, og þegar henni lauk var ég of gamall til að læra eitthvað annað. Svo kom Fritsche, og ég lærði hjá honum hve mikilsvert það er að vera góður lyfsali, hve mikið maður getur hjálpað fólki. Hann kenndi mér að persónutöfrar koma innan frá, ekki af efnalegri velgengni. Ég fékk aldrei ráðrúm til að segja þetta við hann sjálfan, og þess vegna langaði mig að segja það við þig. Ég tók I framrétta hönd hans og hélt henni um stund þegjandi. Mér fannst að ég ætti að þakka honum. Hann hafði gefið mér afa aftur, þegar ég þarfnaðist hans mest. Hann hafði sýnt mér fullorðnum það sem mig grunaði barn: skilningur fjöl- skyldunnar á afa var rangur. Afi var ekki mislukkaður, þegar öllu var á botninn holft.. ★ Zubin Mehta, hljómsveitarstjóri, var eitt sinn beðinn að nefna þá hljómsveit, sem hann hefði dálæti á. Hann neitaði því. „Hverju myndi trúaður múhammeðstrúarmaður svara, væri hann beðinn að segja hver af eiginkonum hans væri í mestu uppáhaldi hjá honum? Það er aðeins hægt að hafa dálæti á smáatriðum — spékoppi hérna, óbói þarna.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.