Úrval - 01.06.1979, Qupperneq 9
APÓTEKARINN AFI MINN
7
þinn, þegar hann hafði verið hér í
viku,”sagði hann. „Guði sé lof að ég
gerði það ekki. Ég skal nefnilega segja
þér, að afi þinn var farinn að missa
dálítið heyrn. Þess vegna sussaði hann
á alla í búðinni í hvert sinn sem
síminn hringdi. Meira að segja krakk-
arnir í gosinu urðu að halda sér
saman, meðan hann var í símanum.
Fyrst héldum við að þetta myndi
fæla fólkið frá, en það varð einmitt
öðru nær. Fólkið fór að hlakka til að
hlusta á Fritsche tala í símann: Það
var hringt í hann og beðið um alls
konar ráð, og allir í búðinni hlustuðu
af athygli á svör hans. Þegar hann
lagði svo á, litu allir brosandi hver á
annan. Allir skemmtu sér vel við að
hlusta á gamla manninn, en samtímis
tóku þeir ráðleggingar hans til greina
að vissu marki. Þetta var þeim
afslöppun.”
Ég kinkaði kolli. Meðan verslunar-
stjórinn talaði, varð afi aftur lifandi í
huga mér, og ég fór sjálfur að slaka
örlítið á, létta dálítið á spennunni
sem ég hafði fyllst I Evrópu. Ég þótt-
ist heyra rödd afa, milda og hug-
hreystandi, mér fannst ég aftur finna
þá sannfæringu hans að heimurinn
væri í sjálfu sér góður staður að búa á.
,,Hann var mér miinlc virði
persónulega,” sagð verslunarstjórinn.
,,Mig langaði aldrei að verða lyþa-
fræðingur, en kreppan neyddi mig til
þess, og þegar henni lauk var ég of
gamall til að læra eitthvað annað. Svo
kom Fritsche, og ég lærði hjá honum
hve mikilsvert það er að vera góður
lyfsali, hve mikið maður getur
hjálpað fólki. Hann kenndi mér að
persónutöfrar koma innan frá, ekki af
efnalegri velgengni. Ég fékk aldrei
ráðrúm til að segja þetta við hann
sjálfan, og þess vegna langaði mig að
segja það við þig.
Ég tók I framrétta hönd hans og
hélt henni um stund þegjandi. Mér
fannst að ég ætti að þakka honum.
Hann hafði gefið mér afa aftur, þegar
ég þarfnaðist hans mest. Hann hafði
sýnt mér fullorðnum það sem mig
grunaði barn: skilningur fjöl-
skyldunnar á afa var rangur. Afi var
ekki mislukkaður, þegar öllu var á
botninn holft.. ★
Zubin Mehta, hljómsveitarstjóri, var eitt sinn beðinn að nefna þá
hljómsveit, sem hann hefði dálæti á. Hann neitaði því. „Hverju
myndi trúaður múhammeðstrúarmaður svara, væri hann beðinn að
segja hver af eiginkonum hans væri í mestu uppáhaldi hjá honum?
Það er aðeins hægt að hafa dálæti á smáatriðum — spékoppi hérna,
óbói þarna.”