Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Síða 15

Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Síða 15
Arsrit Torfhildar eða eins og hann orðar það: Textinn var undarlega sundurlaus og virtist tæplega hanga saman á ljóðrænum rökum, hvert stílbrigðið tók við af öðru14 Ekki er að efa að bálkurinn hafi haft töluverð áhrif á Hannes, ekki ólíkt og Hel fyrir Laxness, hann kynntist þarna nýjum lýrískum hugsunargangi og „stal“ meira að segja heilli línu frá Eliot (Hurry up please it’s time). Þó hefur mér ávallt þótt of mikið gert úr áhrifum Eliots á sköpun Dymbilvöku en trúlegt er að sá orðrómur sé kominn frá Steini15 og Hannesi ekki þótt ástæða framanaf að leiðrétta. Stíllega séð eru þeir ólíkir. Kaldhömruð háspeki Eliots minnir miklu fremur á Sigfús Daðason. Það kemur líka vel fram í áðurnefndri ævisögu Hannesar að það var frekar þýðingin á ljóði tékkneska skáldsins Vitizslav Nezval, Fimm mínútna leið frá bænum, sem opnaði ljóðaæð hans þar sem Dymbilvaka beið, áður orðvana, í þyti blóðsins: Setningarnar bylgjuðust í huga mér eins og úthafsöldur og báru mig strax út á fertug djúp ljóðræns unaðar þaðan sem hvergi sá land, þó að hver ljóðmyndin birtist af annarri eins og í draumi . . . Það sameinaði tónlist og hrífandi ljóðmyndir í slíkan seið að ég var ekki samur maður eftir að ég hafði þýtt það.16 IV Dymbilvöku er skipt í fimm hluta.17 Ásamt bók Steins, 13

x

Ársrit Torfhildar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.