Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Page 18

Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Page 18
ArsritTorfhildar gestsins og ljóðmælandans, en að því loknu hrannast fram ljóðmyndir sem bregða á loft mismunandi andrúmslofti er valda ólíkum geðhrifum lesandans. Ljóðmælandinn sveiflast milli ólíkra tilfinninga. Ráðvilltur leitar hann athvarfs í fegurðinni, á flótta undan vofum sem veiða mannleg hjörtu: Ó veröld byrgðu saklaust auglit þitt bak við blævæng þinna ljúfu drauma er vindar veifa Ó vatn mitt liggðu kyrrt Ég veit hún líður þessi vökunótt Það er eins og hann berjist við þá löngun að stinga höfðinu í ljóðrænan sand, loka sig inni hjá fegurðinni og kasta lyklinum. En alltaf brjótast fram spurningar, efi, sem neita að láta hann í friði, svipta hann ró. Skiptingar eru oft snöggar: Sofðu ó sofðu syngdu næturgali Sofðu! /E hvartiXvP. Hvartx ég? Hver erég? Hvaða högg í eyrum bylja? Voveifleg! Veistu: það er hjarta mitt Kviksett? . . . Stef eru síðan endurtekin, eins og í tónlist, og fyrsti hlutinn deyr út í ró sem er í andstöðu við upphafslínuna: „Ég sem fæ ekki sofið“. f lokin sefur liljan (sakleysið-fegurðin) og þó tár falli þá er fyrst og fremst kyrrð og ró. Annar hlutinn byrjar á því að brjóta niður þá kyrrlátu stemmingu sem 1. hlutinn skildi eftir. Dægur hafa liðið „leyndum hamri bundin“ og: 16

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.