Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Page 19

Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Page 19
Arsrit Torfhildar Til suður byrgðist sýn og vestur snerist til faðmlags myrkum skugga af sól í austri í norðri veifuðu vindar skikkju dauðans Lýríkin í þessum hluta og þeim 3. er háværari og epískari (sérstaklega í 3. hlutanum) og Ijóðmælandinn byrjar að takast á við hinn ytri heim. Reynir að forðast óminni ljóðrænnar fegurðar. Hann hafði kropið fyrir valdinu („Æ varir mínar kysstu þófa ljónsins/sem liljur væru . . .“) og afleiðingin var sú að „sól og stjörnur voru aldrei eygðar“, hinir föllnu grafnir í óvirðulega og skammvinna gröf: „Og djúpt í snænum voru hetjur heygðar“. En orðið „hetjur“ fær í raun andhverfa merkingu með næstu línu: „í hring í kringum blindan vitfirring“. Öðrum hluta lýkur svo með tilfinningu um sambandsleysi, bæði skáldsins við umheiminn og í víðara samhengi; sambandsleysi milli einstaklinga. Við sendum út ljósmerki út úr myrkri einsemdarinnar, en án árangurs: „öskur ljónsins var þess eina svar“. Þriðji hluti er sá „epískasti“ í kvæðabálknum, með minnstu sjálfhverfnina. T.d. kemur orðið „ég“ ekki fyrr en í 18. línu. Ljóðmælandinn er ekki miðdepillinn en dregur upp mynd af tilgangsleysi stríðsins og eyðileggingarmætti þess. Og til að leggja áherslur á orð sín leitar hann í norrænar goðsögur, um hetjurnar sem leituðust við að falla í bardaga til að fá inngöngu í Valhöll þar sem biðu þeirra næturlangar veislur og á daginn héldu þeir áfram þar sem frá var horfið -og börðust, það var þeirra líf og yndi. Þetta voru hetjur. En Hannes sviptir hulunni af þessari goðsögn: 17

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.