Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Page 20

Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Page 20
Arsrit Torfhildar Þá gullu heróp, bumbur voru barðar og ólmir fákar stigu dans við hliðin Við þustum fram og þeystum út í vindinn Að þeysa útí vindinn virðist hálf tilgangslaust, það eru enda hnípnar hetjur sem snúa heim til Ásgarðs undir kvöld: Og tómlát gleði rann úr öðru auga en óttaslegin spurn á reiki í hinu í þriðja hlutanum kemur fram viss rómantík í heimsmynd skáldsins. Huldumaður nokkur er kynntur til sögunnar og augu hans geyma töfraorðið. Hannes skýrir þetta vel sjálfur í nýlegu viðtali: Ég hef trú á að mannkynið hafi einhverja heildarvitund án þess að gera sér það ljóst, eitthvað sem brýst í gegn þegar á reynir. Og sigri að lokum . . . að brjóstvit mannsins sigri.19 Og jafnvel þó varir huldumannsins séu enn „luktar luktar“ í lokin þá er sú trú að töfraorðið sé fyrir hendi. Að maðurinn sé góður í eðli sínu. í þessum hluta reynir ljóðmælandinn að hrista af sér drunga bölsýninnar, reynir að herða sjálfan sig og aðra upp í baráttu: þú sem veldur hvorki önd né æði en eigrar milli svefns og vöku Svona upp með þig þaó er glas „Svona upp með þig það er glas“ En undir lokin dregur niðrí honum. Listin og baráttukraftur hennar er „draumsýn ein/og misheyrn“. Ekki frekar en fiðluspil 18

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.