Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Síða 21

Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Síða 21
Arsrit Torfhildar Nerós fengi lægt eldslogana í Rómaborg (kveikti Neró ekki annars í Róm?). Og jafnvel þó hann endurtaki hvatningarorð sín. „Svona upp með þig það er glas“ þá er línan innan gæsalappa eins og til að undirstrika; hún er einungis bergmál. Tilvitnun. Fjórði hluti. Eftir misheppnaða tilraun til aó hífa upp baráttuandann snýr ljóðmælandinn á enn innhverfari og þunglyndari slóðir en í fyrsta hlutanum. Það er sem hann loki sig frá heiminum með dapurri ljóðrænni fegurð. Tíminn strýkur árin áreynslulaust burt - og minnir meir á dauðann - og konan sem er svo fjarri leitar á hann: En hár þitt flæðir líkt og heilagt sólskin um huga minn Angurværð sem er eins og muldur tilfinninganna leitar á hann. Þess vegna geta orð ekki haldist í hendur og talað hátt heldur bregður ljóðmælandinn upp myndslitrum varla í tengslum við hvora aðra. Hann reynir með sundurlausu máli að orða e-n óræðan kjarna sem í mesta lagi er hægt að skynja í svipleiftri. Eitthvað, vart mælanlegt, augnablik getur myndhverfing svindlað sér framhjá takmörkun tungumálsins og snert kvikuna. Eins og hápunktur í tónverki. Síðan. Burt; Burt eins og lauf er lásu vindar haustsins í hinsta sinn Við snúum alltaf til baka, verðum að snúa til baka. Hápunktur tónverksins deyr út - og þá tekur þögnin við. Fimmti hluti. Hér er myndmálið hvað máttugast; 19

x

Ársrit Torfhildar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.