Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Page 22

Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Page 22
Arsrit Torfhildar Sjáðu logasterk augun er svipast um milli sviptibyljanna Sjáðu fálmandi grip minna skínandi handa í skikkjufaldinn er feykist undan blindum æðandi storminum Dymbilvaka var að mestu ort í Reykjanesvita þar sem Hannes var um tíma aðstoðarvitavörður og stærsti hluti fimmta kaflans er sterk myndræn lýsing á vitanum og umhverfi hans: Þar sem eldurinn gróf sína ásýnd á apal flatneskjunnar meðal tvítugra hamra borga sem múruðu hjartslátt minn inni í steindri þögn hinna þúsund langnættu ára Ekki er þó hægt að komast hjá því að túlka myndkynngina á fleiri vegu en glæsilega staðarlýsingu. Þar er vitinn líkt og blys er ég held beinum armi undir hvolfþaki heimsins steinbákn sem ég veikburða armi veld Vitann má hér taka sem hið lýsandi ljós skáldskaparins. Ljós sem forðar fólkinu á hafi lífsins frá auðninni sem „ákallar dauðann“. Auðnin gæti verið eyðimörk andleysisins eða þá öllu heldur þunglyndið sem kemur fáu til leiðar, er sjálfseyðandi, en þó uppspretta eða afleiðing sköpunar. Skáldið stendur þá einmana í auðn vöku og þunglyndis en í veikburða armi logar ljós hans; fegurðin - viskan. Veikburða því byrðin er þung, 20

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.