Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Page 30

Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Page 30
Arnar Guðmundsson Skuggar skynsemisríkisins „Humans become J'ess emotional and more rationai ‘. Heibotl Spcnccr (18.20-1903) Hugleiðingar um viðhorfið til skynsemishyggjunnar, siðfræði skynsemisríkisins og pólitíska spásýn Jonathans Swifts í ritverki hans „A Voyage to the Houyhnhnms“ Eigum við að líta á Pedró Mendez skipstjóra sem fyrirmynd okkar eða er líf Houyhnhnms ef til vill sá lífsmáti sem mannkyninu ber að stefna að? Þessar og viðlíka spurningar hafa verið viðfangsefni manna allt frá því bók Jonathans Swifts, Gullivers travels, kom fyrst út. Fjórði hluti hennar „Ferðin til Hestalands“ (þýðing mín) hefur valdið mestum deilum og hefur að sjálfsögðu ekki enn verið fundinn neinn endanlegur sannleikur varðandi boðskap þeirrar bókar. í grófum dráttum má skipta gagnrýni á Ferðina til Hestalands í tvennt: Mjúku línuna og hörðu línuna. Mjúka línan gerir ráð fyrir því að sagan sé kómedía og skrifuð til þess að vísa mannkyninu á meðalveg milli skynsemi „Hestlendinga" (þýðing mín) og Jahúanna (ísl. stafs. mín). Gulliver er hlægilegur fyrir val sitt og hin sanna fyrirmynd er skipstjórinn Pedró Mendez. Harðlínumenn andmæla þessu og leggja áherslu á að Hestlendingar séu fyrirmynd fyrir mannkynið og hið tragíska í sögunni séu viðtökur mannanna við boðskap Gullivers. 28

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.