Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Page 37

Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Page 37
Arsrit Torfhildar hefur sig á stall gagnvart Jahúunum því hann er skynsemisvera. Þessi staða veitir honum jafnframt rétt til að drepa bæði fullorðna og börn, til þess að þjóna markmiðum sínum. Hann er æðri en þeir. Stöðu sinni viðheldur hann með því að læra að hata Jahúana. Þetta lærða hatur, byggt á mælikvarða skynseminnar, yfirfærir Gulliver á meðbræóur sína þegar hann snýr aftur til heimalands síns. Hann hefur jafnvel viðbjóð á konu sinni og börnum. Við sjáum fáránleikann í afstöðu Gullivers. Hann er vesæll Jahú, sem vill verða Hestlendingur. Hann skilur ekki hvers vegna skynsemisverurnar vinir hans gera hann brottrækan úr landi sínu. Sjálfsagt finnst honum það ekki rétt gagnvart sér. Hann áttar sig ekki á því að spurningin snýst ekki um neitt þvíumlíkt heldur eingöngu: Hvað er skynsamlegt fyrir skynsemisverurnar? Fáránleikinn við val Gullivers er undirstrikaður með því að láta hann brokka og hegða sér undarlega í heimalandi sínu. Valið skaðar Gulliver augljóslega því hann getur hvergi lifað. Sem Jahú er hann ótækur í samfélag Hestlendinga, sem siðferðisvera er hann ótækur í samfélag Jahúa og sem sjálfupphafin skynsemisvera fellur hann ekki að því samfélagi sem hann kom úr. HLUTVERKASKIPTINGIN Það stílbragð Swifts að láta hestana vera hinar skynsömu verur og mennina skepnurnar þjónar mjög ákveðnu hlutverki. Með þessu er Swift að rífa manninn niður af þeim stalli, sem hann hefur hafið sig á. Við erum minnt á uppruna okkar og lesti. Jahúarnir eru tákn alls hins versta í manninum, hvatir og langanir manndýrsins. Þessum spegli heldur Swift miskunnarlaust uppi fyrir okkur. Þessi sérstæða staða undirstrikar einnig fáránleika þess 35

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.