Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Page 42

Ársrit Torfhildar - 01.04.1989, Page 42
Benedikt Sigurðsson Breyskleiki Macbeths Hver er Macbeth? Hver er þessi fræga sögupersóna sem leggur fyrst líf sitt aó veði fyrir föðurlandið en neytir síðan óréttmæts valds síns á skelfilegan hátt? Er Macbeth grimmdarseggur eða aðeins breyskur maður er fer villur vegar? Hvert er erindi Macbeths á vorum tímum? Hér leitast ég við að svara þessum spurningum. Fyrst fjalla ég um breyskleika Macbeths og örlög. Því næst vík ég að manneðlinu almennt í tengslum við Macbeth. Macbeth er klassískur harmleikur. Höfuðpersónan gerir afdrifarík mistök, hún lætur freistast og geldur þess með lífi sínu. Þar eð mistök Macbeths eiga rætur að rekja til mannlegs breyskleika öðlumst við samúó með honum. Fyrir spá nornanna er Macbeth göfugmenni. Hann leggur líf sitt undir í þágu föðurlandsins: Doubtful it stood, As two spent swimmers, that do cling together And choke their art. The Merciless Macdonwald (Worthy to be a rebel, for to that The multiplying villainies of nature Do swarm upon him) from the western iles Of Kernes and Callowglasses is supplied; And Fortune, on his damnéd quarrel smiling, Showed like a rebels whore: but all’s to weak; For brave Macbeth (well he deserves that name), Disdaining Fortune, with his brandished steel, 40

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.