Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Page 3

Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Page 3
Frá ritnefnd: Viss rök má færa fyrir því að fjórði árgangur Ársrits Torfhildar sé nokkrum mánuðum á eftir áætlun. Haustið er liðið, veturinn hefur lagt garðinn undir sig og bráðum koma jólin. Gert er ráð fyrir því að ritið komi út í lok hvers vetrar, en heimurinn er óútreiknanlegur, vorið leið án þess að það liti dagsins ljós. Síðan kom ofbirta sumarsins og öll vitræn starfsemi lagðist niður. Svo tóku döpur haustlauf að fjúka eins og í ljóðum Lesbókarinnar, ritnefndin snéri heim frá sólarlöndum og tók til starfa. Ársrit Torfhildar er metnaðarfullt rit sem birtir skáldskap og greinar um bókmenntir. Höfundar efnisins eru misreyndir pennar, nemendur í almennri bókmenntafræði við Háskóla Islands, og sumir þeirra hafa þegar getið sér orð fyrir skrif sín. Það er trú okkar og vissa að efni ritsins sé þarft og gott innlegg í bókmennta-og skáldskaparumræðu samtímans. l

x

Ársrit Torfhildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Torfhildar
https://timarit.is/publication/1918

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.