Ársrit Torfhildar - 01.11.1990, Blaðsíða 82
líkt og gert er í móderismanum, heldur er hann einfaldlega
jaðraður (decentered) og með honum sú sögulega fortíð sem
óhjákvæmilega er hluti hans. Að baki þessari sköpun er vantrú á
að samtíminn, eða hin eiginlega saga, séu þess megnug að geta
orðið að efnivið í bókmenntaverki, en um leið er haldið fast í þá
trú að lesandinn verði að ná sambandi við verkið með einhverjum
hætti. Hið ótrúlega, eðaþað sem er á mörkum þess raunverulega,
er þar af leiðandi fært inn í nafnhverft samhengi skáldaðs
veruleika, sem gefur þessum þáttum jarðsamband og af því leiðir
að lesandinn skynjar þá sem röklega hluta þessa samhengis.
Verkið er því sífellt að kortleggja sitt eigið rými og að láta atburði
sem eiga sér stað innan þess vísa til samhengisins sem liggur þeim
til grundvallar. Þetta er sérstaklega áberandi í kaflanum: "Mér
langar sko ekki hundaskít til að eiga heima hjadna!", þar sem ferð
Grjóna og Badda um hverfið með fulla blaðburðatösku af Vísi,
hjálpar lesandanum að átta sig á kennileitum og vörðum í
landslagi söguheimsins. Einnig má líta svo á að hið myndhverfa
samband merkingarkjarna og merkingarauka sé veigamikill
þáttur í að afmarka rýmið og slíta það úr sambandi við hinn
sögulega tíma. Þannig bregður samlíking Gamla hússins við
kastala, með braggahverfið sem umliggjandi lén (bls.39), upp
mynd af sögusviðinu sem einslags ævintýraheimi og aðrir þættir
í landslaginu umhverfis verða til að undirstrika þessi landamæri
svo sem blokkirnar, pollurinn og Aðalgatan. Frá sama
sjónarhorni má líta á ljósið og myrkrið í Gamla húsinu. Þegar
Gamla húsið rís og ljósið tekur að lýsa í gluggum þess er
söguheimurinn reistur en hann hrynur þegar ljósið loks slokknar
og Gamla húsið er jafnað við jörðu ásamt braggahverfinu.
Þegar ýtt er til hliðar þeirri sögulegu vitund sem tengir
söguheiminn við ákveðið tímaskeið, felur það að vísu ekki í sér
að sögulegar fyrirmyndir hverfi heldur fremur að hin eiginlega
saga eins og hún hefur verið skilin lengst af þessari öld, birtist
ekki lengur sem veruleiki heldur sem eftirmynd sögu.
Fyrirmyndin hlýtur því af einhverjum orsökum að hafa misst gildi
sitt ef ekki er lengur hægt að setja hana fram sem veruleika.
Bandaríski marxistinn Frederic Jameson heldur því fram að þessi
80